Vændi

Fréttamynd

Grunuðu nánast fjöru­tíu staði um man­sal og vændis­starf­semi

Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kyn­mök frá­leitar

Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að gera það sama og áður“

„Starfsemin er enn þá í gangi á Íslandi. Þetta er það sem ég hef valið mér að gera,“ segir Catalina Ncogo sem var umtalaðasta kona landsins árið 2009 og hristi rækilega upp í íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Vil­hjálmur Freyr steig fram á Omega: „Ég var ein­mana þetta kvöld“

Vilhjálmur Freyr Björnsson, maðurinn sem var í desember dæmdur fyrir margvísleg brot gegn konu sem hann hafði greitt fyrir vændi, var til viðtals á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í apríl síðastliðnum. Hann kveðst hafa verið einmana umrætt kvöld og búinn að drekka þrjá sprittbrúsa þegar hann braut á konunni.

Innlent
Fréttamynd

Nafn­greindi manninn sem hélt vændi­skonu og nauðgaði

Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldu­maður hélt vændis­konu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykja­vík

Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Rúm­lega 90 prósent þol­enda vændis hafi orðið fyrir öðru kyn­ferðis­of­beldi

Rúmlega 60 prósent þolenda vændis sem hafa leitað til Stígamóta frá árinu 2013 hafa reynt að fremja sjálfsvíg og um 92 prósent þeirra höfðu orðið fyrir öðru kynferðisofbeldi á lífsleiðinni, 80 prósent fyrir átján ára aldur. Þetta er meðal niðurstaða rannsóknar sem kynnt verða á málþingi um vændi í dag. Talskona Stígamóta segir mikilvægt að fólk átti sig á skaðlegum áhrifum vændis og varpi ljósi á gerendur. 

Innlent
Fréttamynd

Taka þurfi skýra afstöðu gegn vændi en með þolendum þess

Mikilvægt er að vekja athygli á skuggahliðum vændis þar sem meirihluti hefur slæma reynslu að sögn þolenda vændis og fjölmiðlakonu sem gerði vændi að umfjöllunarefni sínu í nýrri bók. Umræðan hafi verið einræð og skaðleg undanfarið þar sem minnihluti hafi lýst jákvæðri reynslu. Samfélagið þurfi að taka skýra afstöðu gegn vændi, en með þolendum.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti vændismála felldur niður

Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal.

Innlent
Fréttamynd

Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag

Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk

Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum.

Innlent
Fréttamynd

Birti vændis­aug­­lýsingu í nafni fyrr­verandi sam­býlis­­konu og hótaði henni líf­láti

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar.

Innlent
Fréttamynd

Vændi - fram­boð og eftir­spurn

Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2