Oddvitaáskorunin: Pantar sér oft pizzu í blindni Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2022 18:01 Haraldur á ferðinni. Hann segist með ólæknandi bátadellu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ég heiti Haraldur Rafn Ingvason og er fæddur á Patreksfirði í mars 1969. Tíu daga gamall fór ég í mína fyrstu sjóferð þegar við mamma vorum flutt yfir Vatnsfjörðinn heim að Fossá á Barðaströnd, en þangað var á þessum tíma ekkert vegasamband yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ég er s.s. sveitastrákur í grunninn og flest mín áhugamál tengjast útivist og umhverfismálum, s.s. köfun á yngri árum, fjallgöngur og skútusiglingar, enda með ólæknandi bátadellu. Ég var smábátasjómaður á sumrin frá 13 ára til þrítugs sem skilar sér t.d. í því að öll námslán eru löngu, löngu uppgreidd. Ég er því eindreginn stuðningsmaður strandveiða! Ég er stúdent af málabraut en fór svo í háskólanám í líffræði. Það bendir mögulega til að ég hafi tilhneigingu til að fara eigin leiðir frekar en að fylgja hefðbundnum ferlum sem annað fólk hefur ákveðið að séu þeir réttu. Ég hef starfað sem líffræðingur frá 2002, lengst af á Náttúrufræðistofu Kópavogs, og unnið að margskonar rannsóknarverkefnum á sviði vatnalíffræði. Þá hef ég gripið lítilsháttar í kennslu. Áhugi á samfélagsmálum hefur sennilega alltaf blundað í mér en það var ekki fyrr en með tilkomu Pírata sem þessi áhugi fann sér einhvern pólitískan farveg. Lengst af hélt ég mig í baklandi flokksins, en svo upphófst röð atvika sem gerði það að verkum að nú er ég staddur í stöðu oddvita Pírata í Hafnarfirði. Mín aðal áherslumál eru umhverfismál í víðu samhengi enda mikilvægasti málaflokkur samtímans. Í nærumhverfinu kallar þessi málaflokkur m.a. á orkuskipti og öflugar almenningssamgöngur ásamt betri nýtingu auðlinda og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Klippa: Oddvitaáskorun - Haraldur R. Ingvason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðeyjar á Breiðafirði. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Kaflinn á varlagöngustígnum/ekkihjólastígnum frá Álftanesvegi meðfram Reykjavíkurveginum að nýja stígnum á mót við Glitvang. Gjörsamlega óþolandi að þetta skuli vera skilið eftir með þessa fínu stíga sitthvoru megin. Táknmynd smákóngamennskunar! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á of mörg áhugamál til að eiga uppáhaldsáhugamál. Sumu fólki þykir áhugi minn á að taka ljósmyndir af pöddum skrítinn, öðru gæti þótt það undarlegt að kjósa að flækjast helst einn um fjöll og firnindi… Haraldur hefuer starfað sem sem líffræðingur frá 2002. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Búsáhaldabyltingin! Hvað færðu þér á pizzu? Allskonar. Panta stundum blindpizzu t.d. þá áttundu á listanum. Afgreiðslufólkinu þykir það yfirleitt frekar undarlegt… Hvaða lag peppar þig mest? Veit ekki, en þegar ég þarf að einbeita mér set ég gjarna Daft Punk, Skálmöld eða Rammstein upp undir sársaukamörk. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hef ekki tekið armbeygjur árum saman þannig að ég hef ekki hugmynd. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandari dagsins hjá fimmaurabrandarafélaginu. Hvað er þitt draumafríi? Næsta frí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Er alæta á tónlist og þar með er ógerningur að eiga uppáhalds tónlistarmann. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mögulega þegar ég brá mér í hlutverk dýralæknis og saumaði saman stórt gat við naflastreng á kviði nýfædds hrútlambs. Hann lifði til hausts og kallaðist Saumsvartur. Stundum þarf að hvíla sig. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Gustaf Caspar Orm Skarsgård. Hefur þú verið í verbúð? Nei, var bara heima hjá mér en hitti svo verbúðarliðið á böllunum. Áhrifamesta kvikmyndin? Veit ekki en hef fyrir reglu að horfa á Forrest Gump og Wall-E a.m.k. einu sinni á ári. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hvaða nágranna? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Bara hvert sem er. Wherever I Lay My Hat That's My Home (Paul Young). Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Careless whisper (George Michael). Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Píratar Oddvitaáskorunin Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Ég heiti Haraldur Rafn Ingvason og er fæddur á Patreksfirði í mars 1969. Tíu daga gamall fór ég í mína fyrstu sjóferð þegar við mamma vorum flutt yfir Vatnsfjörðinn heim að Fossá á Barðaströnd, en þangað var á þessum tíma ekkert vegasamband yfir hörðustu vetrarmánuðina. Ég er s.s. sveitastrákur í grunninn og flest mín áhugamál tengjast útivist og umhverfismálum, s.s. köfun á yngri árum, fjallgöngur og skútusiglingar, enda með ólæknandi bátadellu. Ég var smábátasjómaður á sumrin frá 13 ára til þrítugs sem skilar sér t.d. í því að öll námslán eru löngu, löngu uppgreidd. Ég er því eindreginn stuðningsmaður strandveiða! Ég er stúdent af málabraut en fór svo í háskólanám í líffræði. Það bendir mögulega til að ég hafi tilhneigingu til að fara eigin leiðir frekar en að fylgja hefðbundnum ferlum sem annað fólk hefur ákveðið að séu þeir réttu. Ég hef starfað sem líffræðingur frá 2002, lengst af á Náttúrufræðistofu Kópavogs, og unnið að margskonar rannsóknarverkefnum á sviði vatnalíffræði. Þá hef ég gripið lítilsháttar í kennslu. Áhugi á samfélagsmálum hefur sennilega alltaf blundað í mér en það var ekki fyrr en með tilkomu Pírata sem þessi áhugi fann sér einhvern pólitískan farveg. Lengst af hélt ég mig í baklandi flokksins, en svo upphófst röð atvika sem gerði það að verkum að nú er ég staddur í stöðu oddvita Pírata í Hafnarfirði. Mín aðal áherslumál eru umhverfismál í víðu samhengi enda mikilvægasti málaflokkur samtímans. Í nærumhverfinu kallar þessi málaflokkur m.a. á orkuskipti og öflugar almenningssamgöngur ásamt betri nýtingu auðlinda og innleiðingu hringrásarhagkerfis. Klippa: Oddvitaáskorun - Haraldur R. Ingvason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Sauðeyjar á Breiðafirði. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Kaflinn á varlagöngustígnum/ekkihjólastígnum frá Álftanesvegi meðfram Reykjavíkurveginum að nýja stígnum á mót við Glitvang. Gjörsamlega óþolandi að þetta skuli vera skilið eftir með þessa fínu stíga sitthvoru megin. Táknmynd smákóngamennskunar! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á of mörg áhugamál til að eiga uppáhaldsáhugamál. Sumu fólki þykir áhugi minn á að taka ljósmyndir af pöddum skrítinn, öðru gæti þótt það undarlegt að kjósa að flækjast helst einn um fjöll og firnindi… Haraldur hefuer starfað sem sem líffræðingur frá 2002. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Búsáhaldabyltingin! Hvað færðu þér á pizzu? Allskonar. Panta stundum blindpizzu t.d. þá áttundu á listanum. Afgreiðslufólkinu þykir það yfirleitt frekar undarlegt… Hvaða lag peppar þig mest? Veit ekki, en þegar ég þarf að einbeita mér set ég gjarna Daft Punk, Skálmöld eða Rammstein upp undir sársaukamörk. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hef ekki tekið armbeygjur árum saman þannig að ég hef ekki hugmynd. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Brandari dagsins hjá fimmaurabrandarafélaginu. Hvað er þitt draumafríi? Næsta frí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Er alæta á tónlist og þar með er ógerningur að eiga uppáhalds tónlistarmann. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Mögulega þegar ég brá mér í hlutverk dýralæknis og saumaði saman stórt gat við naflastreng á kviði nýfædds hrútlambs. Hann lifði til hausts og kallaðist Saumsvartur. Stundum þarf að hvíla sig. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Gustaf Caspar Orm Skarsgård. Hefur þú verið í verbúð? Nei, var bara heima hjá mér en hitti svo verbúðarliðið á böllunum. Áhrifamesta kvikmyndin? Veit ekki en hef fyrir reglu að horfa á Forrest Gump og Wall-E a.m.k. einu sinni á ári. Áttu eftir að sakna Nágranna? Hvaða nágranna? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Bara hvert sem er. Wherever I Lay My Hat That's My Home (Paul Young). Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Careless whisper (George Michael). Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Píratar Oddvitaáskorunin Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira