Dagur snýr aftur heim: „Er mikill Akureyringur og harður KA-maður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 11:45 Dagur Gautason flytur aftur til Akureyrar í sumar. vísir/daníel Eftir tvö ár hjá Stjörnunni hefur handboltamaðurinn Dagur Gautason ákveðið að snúa aftur heim til KA. Erlend félög sýndu honum áhuga í vetur og markmið hans er eftir sem áður að komast í atvinnumennsku. Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda. Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Dagur lék sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna þegar liðið tapaði fyrir ÍBV, 22-25, í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í gær. Eyjamenn unnu einvígið, 2-0. Hinn 22 ára Dagur hefur nú ákveðið að ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins og klæðist því gulu og bláu á næsta tímabili. „Þetta hefur verið í gangi í smá tíma en það er ekki langt síðan þetta gekk í gegn,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í dag. Hann segir að áhuginn hafi verið gagnkvæmur. „Báðir aðilar vildu þetta og eftir stutt spjall komust við að þeirri niðurstöðu að þetta væri málið,“ sagði hornamaðurinn. Erlend félög báru víurnar í hann í vetur en það heillaði ekki nógu mikið. Uppgangurinn og ástríðan heilluðu „Ég fékk tilboð að utan en ekkert nógu gott til að stökkva á. Það var ekki rétta skrefið. Mér fannst þetta vera besti möguleikinn í stöðunni, að fara heim,“ sagði Dagur. KA komst í bikarúrslit og er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Olís-deildarinnar. Dagur segir að gengi þeirra gulu og bláu hafi að sjálfsögðu gert heimkomuna meira heillandi en ella. „Það er mikill uppgangur þarna og ástríða hjá öllum í félaginu. Auðvitað heillar það og maður er mikill Akureyringur og harður KA-maður. Það þurfti ekki að selja manni neinar hugmyndir,“ sagði Dagur. Sér ekki eftir Stjörnuskrefinu Þrátt fyrir að tímabilið hafi endað illa fyrir Stjörnuna sér Dagur alls ekki eftir árunum tveimur í Garðabænum. „Það var leiðinlegt hvernig við duttum út og hvernig tímabilið endaði miðað við hvernig það fór af stað. Það endaði verr en maður sá fyrir sér,“ sagði Dagur. „Þetta var mjög gott skref fyrir mig, koma suður, spila hjá mjög góðum þjálfara [Patreki Jóhannessyni] og með góðum leikmönnum. Ég sé ekki eftir þessu. En eins og mér fannst það rétt á þeim tíma finnst mér rétt að fara aftur núna.“ Akureyringurinn stefnir sem fyrr á að komast að hjá erlendu félagi. „Klárlega, það hefur verið áhugi og ég fékk tilboð fyrr í vetur. Þetta er að nálgast en skrefið þarf að vera rétt. Þetta þarf að vera lið sem hentar manni. Stefnan á næstu einu til tveimur árum er að komast út og ég held að KA sé góður stökkpallur til þess.“ Spáir verðandi samherjunum sigri Verðandi samherjar Dags í KA mæta Haukum klukkan 18:30 í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. KA-menn unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna og með sigri í kvöld tryggja þeir sér sæti í undanúrslitum. „Ég var búinn að spá að þeir ynnu allavega heimaleikinn, sama hvernig leikurinn á Ásvöllum færi, þannig ég held að þeir vinni þennan leik og komist áfram,“ sagði Dagur sem er enn fyrir sunnan og verður því ekki á leiknum í kvöld, nema í anda.
Olís-deild karla KA Stjarnan Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira