Útrýma þurfi gráu svæðunum þar sem fólk lendir á milli úrræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2022 15:46 Kleppur hýsir fimm geðdeildir Landspítalans; Réttardeild, öryggisdeild, göngudeild, endurhæfingardeild og sérhæfð endurhæfingardeild. Vísir/Vilhel Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að efla þurfi söfnun upplýsinga, meðferð gagna og aðgengi að þeim þegar geðheilbrigðisþjónusta er annars vegar. Eyða þurfi lagalegri óvissu um skil á gögnum til embættis landlæknis og halda betur utan um upplýsingar um tíðni óvæntra atvika í geðheilbrigðisþjónustu og kvartanir henni tengdri. Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira