Útrýma þurfi gráu svæðunum þar sem fólk lendir á milli úrræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2022 15:46 Kleppur hýsir fimm geðdeildir Landspítalans; Réttardeild, öryggisdeild, göngudeild, endurhæfingardeild og sérhæfð endurhæfingardeild. Vísir/Vilhel Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að efla þurfi söfnun upplýsinga, meðferð gagna og aðgengi að þeim þegar geðheilbrigðisþjónusta er annars vegar. Eyða þurfi lagalegri óvissu um skil á gögnum til embættis landlæknis og halda betur utan um upplýsingar um tíðni óvæntra atvika í geðheilbrigðisþjónustu og kvartanir henni tengdri. Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Þá þarf að greina þjónustu- og mannaflaþörf í geðheilbrigðisþjónustunni og auka yfirsýn heilbrigðisráðuneytis um kostnað við veitingu hennar. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlokinni stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem fjallað er um stefnu stjórnvalda, skipulag þjónustu, kostnað og árangur í geðheilbrigðismálum. Fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrsluna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrr í dag. Ríkisendurskoðun segir skipulag geðheilbrigðisþjónustu í megindráttum í samræmi við stefnu stjórnvalda um þrjú þjónustustig og að rétt þjónusta skuli veitt á réttum stað. Það ætti því að vera til þess fallið að stuðla að árangri í málaflokknum. Ákveðnir fyrrnefndir vankantar séu hins vegar á kerfinu sem dragi úr árangri við framkvæmd. „Jafnframt þarf að tryggja betur samfellda og samþætta þjónustu með því að auka samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Þá þarf að útrýma gráum svæðum þar sem einstaklingar lenda milli úrræða og fá ekki viðeigandi þjónustu. Mörg þessara svæða eru vel þekkt en illa hefur gengið að fækka þeim.“ Mikilvægt sé að tryggja fólki tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu við hæfi samkvæmt skilgreindum viðmiðum um biðtíma og jafna aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu, m.a. með því að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga og tryggja þjónustu á fleiri tungumálum en íslensku. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að stuðla að nægu framboði hæfs fagfólks á sviði geðheilbrigðismála en þar þurfi að horfa til kjara, starfsumhverfis og húsnæðismála. Enn fremur þurfi að tryggja nægt námsframboð og námsstöður svo vinna megi gegn skorti einstakra fagstétta. Þá leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að tryggja þurfi tilvist geðheilsuteyma en sum þeirra hafi eingöngu verið fjármögnuð í afmarkaðan tíma. Þá þurfi einnig að skoða fýsileika þess að hafa ávallt fulltrúa félagsþjónustu innan teymanna til að efla samstarf heilbrigðis- og félagsþjónustu. „Til að ná fram skilvirkni og árangri í geðheilbrigðismálum þarf að vera til staðar skýr framtíðarsýn og markviss stefnumótun. Stefnu stjórnvalda þarf svo að fylgja eftir með aðgerðaráætlun sem felur í sér skýr og vel skilgreind markmið, tímamörk og tilgreinda ábyrgðaraðila,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Skýrsluna í heild má sjá að neðan. Tengd skjöl Gedheilbrigdisthjonusta_skyrslaPDF1.9MBSækja skjal
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent