Körfubolti

Lögmál leiksins: Fá­rán­legt að henda Ben Simmons í ljónið sem vörn Boston er

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ben Simmons hefur ekki enn spilað fyrir Brooklyn Nets.
Ben Simmons hefur ekki enn spilað fyrir Brooklyn Nets. Adam Hunger/Getty Images

Farið var yfir hvað hefði gerst hefði Ben Simmons snúið aftur á völlinn í fjórða leik Brooklyn Nets og Boston Celtics. Nets eru 3-0 undir og nú er ljóst að Simmons verður ekki með í fjórða leik liðanna.

„Mikið búið að ræða Ben Simmons sem er búinn að vera frá og ætlaði sér að koma til baka í leik fjögur á móti (Boston) Celtics. Hefði þá orðið einn fyrsti – ef ekki fyrsti leikmaður í sögu NBA – til að vera sleginn út tvo leiki í röð,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi.

Hann var sleginn út síðast þegar hann spilaði gegn Atlanta Hawks og hann hefði verið sleginn út – menn gáfu sér að Celtics myndi vinna. En hann ætlar ekki að vera með í fjórða leiknum,“ bætti Kjartan Atli við um ævintýrið sem Ben Simmons er.

„Það var búið staðfesta að hann yrði með í leik fjögur, svo var það dregið til baka,“ skaut Tómas Steindórsson inn í áður en Kjartan Atli fékk orðið að nýju.

„Fáránlegt að ætlast til þess að gæi sem líka var búinn að glíma við andlega erfiðleika, örugglega frammistöðu kvíða og fleira tengt þessu. Að ætla henda honum inn í gin ljónsins, í hörðust vörn sem margir fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum tala um að þeir hafi séð í áraraðir.“

„Talað um það að ef Ben Simmons hefði komið inn í leik fjögur hefði hann verið hakkaður um leið,“ bætti Tómas við að endingu og lék Simmons á vítalínunni undir pressu.

Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 21.45 í kvöld.

Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Ben Simmons

Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×