Guardiola segir að City þurfi tvo stórkostlega leiki en þeir ætla að vera þeir sjálfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 15:30 Pep Guardiola fylgist hér með liði Manchester City af hliðarlínunni. AP/Dave Thompson Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni en þarna mætast liðið sem hefur verið að bíða svo lengi eftir þeim stóra á móti liðinu sem hefur unnið hann oftar en öll önnur félög í Evrópu. Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira