Guardiola segir að City þurfi tvo stórkostlega leiki en þeir ætla að vera þeir sjálfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 15:30 Pep Guardiola fylgist hér með liði Manchester City af hliðarlínunni. AP/Dave Thompson Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni en þarna mætast liðið sem hefur verið að bíða svo lengi eftir þeim stóra á móti liðinu sem hefur unnið hann oftar en öll önnur félög í Evrópu. Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira