Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 11:15 Lögreglan hefur meðal annars birt klippu þar sem Alec Baldwin sést æfa umrædda senu. Skjáskot Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Hutchins lést þann 21. október 2021 eftir að skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin beindi að henni við tökur á kvikmyndinni Rust en auk hennar særðist leikstjórinn Joel Souza. Myndefnið, sem var meðal annars tekið með búkmyndavél, sýnir að sögn AP-fréttaveitunnar frá leit að skotvopninu sem leiddi lögreglumann á vettvangi að vopnaverði sem brast í grát. Annað myndbrot sýnir þegar Baldwin æfir það að draga byssu fljótt úr slíðri. Adan Mendoza, lögreglustjóri í Santa Fe í New Mexíkó, segir í yfirlýsingu að rannsókn málsins standi enn yfir og meðal annars sé beðið eftir skotvopnafræðiniðurstöðum og réttarfræðilegri greiningu frá bandarísku alríkislögreglunni. Að sögn Mendoza tók lögregluembættið ákvörðun um að birta öll gögn sem tengdust rannsókninni, þar á meðal ljósmyndir af byssunni. Horfa má á hluta af myndefninu og ljósmyndum sem lögreglan birti í spilaranum fyrir neðan. Reyndi að púsla saman atburðarásinni Í myndbandi sem tekið var af lögreglunni síðar þennan dag sést Baldwin hringja nokkur örvængingafull símtöl á meðan hann bíður eftir því að fá að ræða við lögreglu. „Þú hefur enga hugmynd um það hversu ótrúlegt þetta er og hversu skrítið þetta er,“ sést hann segja hann í síma. Í skýrslutölu sést Baldwin reyna að púsla saman atburðarásinni áður en hann virðist hafa áttað sig á því að Hutchins væri í lífshættu. Lýsir hann því meðal annars að byssan hefði átt að vera algjörlega tóm á meðan æfing stóð yfir og slökkt var á myndavélunum. Police have released footage of an interview conducted with actor Alec Baldwin from October 2021. Read more: https://t.co/H62y7BUECA pic.twitter.com/vgDI0Vqu1d— Sky News (@SkyNews) April 26, 2022 Áður hefur Baldwin lýst því yfir í samtali við fjölmiðla að hann hafi beint byssunni að Hutchins að hennar eigin ósk og ekki tekið í gikkinn áður en skotið hljóp úr byssunni sem banaði kvikmyndatökustjóranum. Þau voru stödd í lítilli kirkju að æfa senu þegar avikið átti sér stað. Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða Hutchins. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Sektin sem um ræðir sú hæsta sem deildin gat gefið út en upphæðin samsvarar ríflega 17,5 milljónum króna. Þá kemur fram í niðurstöðunni að þeir sem sáu um myndina vissu af því að ekki væri farið eftir öryggiráðstöfunum þegar kom að notkun skotvopna. Framleiðendurnir segjast ósammála niðurstöðunni og ætla að áfrýja.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39