Innlent

Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrsta skóflustungan tekin í Bláfjöllum í dag.
Fyrsta skóflustungan tekin í Bláfjöllum í dag. Skíðasvæðin - Bláfjöll og Skálafell

Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu.

Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir um 5,2 milljarða króna fjárfestingu í innviðum vegna skíðaiðkunar til ársins 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi þegar samkomulagið var undirritað í nóvember.

Markmið uppbyggingarinnar er að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir alla hópa skíðaiðkenda. Gert er ráð fyrir því að settar verði upp nýjar stólalyftur, Gosi og Drottning, í Bláfjöllum, en auk þess er m.a. gert ráð fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðunum, nýrri toglyftu í Kerlingardal, lyftu í Eldborgargili og Skálafelli auk uppbyggingar á skíðagöngusvæði.

Hér má sjá hvernig lyftan kemur til með að liggja.Skíðasvæðin - Bláfjöll og Skálafell

Í fyrsta áfanga verkefnisins var samið við Doppelmayr skíðalyftur ehf. um kaup og uppsetningu á skíðalyftunum Gosa, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2022, og Drottningu, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2023. Heildarkostnaður af uppsetningu lyftna og tengdum verkefnum í fyrsta áfanga er áætlaður um 2,4 milljarðar kr.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×