Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir sem stuðningsmaður West Ham 2003 og leikmaður West Ham 2022. getty/Justin Setterfield Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira