Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:42 Lárus og Jón Gunnar á fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/ArnarHalldórs Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn. Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í um tvær klukkustundir og spurðu þingmenn Jón Gunnar og Lárus Blöndal, stjórnarformann Bankasýslunnar, út í ýmislegt er við kom söluna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta fyrir sér hvort starfsmenn Bankasýslunnar eða stjórn hefði þegið gjafir eða risnur í aðdraganda beggja útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Nei,“ sagði Jón Gunnar. „Ég meina við fengum einhverjar vínflöskur, flugeld og konfektkassa. Svo náttúrulega einhverja hádegisverði og kvöldverði með ráðgjöfum og svo framvegis,“ bætti Jón Gunnar við. „Ég hef ekkert fengið,“ sagði Lárus. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kallaði eftir minnisblaði yfir gjafir sem starfsfólk Bankasýslunnar hefði fengið í tengslum við söluna. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði dæmi um að gjafir á borð við þessar gerðu einstaklinga vanhæfa í útboði á strætisvögnum í Noregi. Sala banka væri mun stærra mál. Því kallaði hann eftir sundurliðun á verðmæti gjafanna. Jón Gunnar sagði að það myndi koma fram í minnisblaði um gjafirnar. Jón Gunnar sagði í stuttu spjalli við fréttastofu að loknum fundi að um hefði verið að ræða jólagjafir. Konfektkassa, einn flugeld og einhverjar vínflöskur. Það væri allt og sumt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir fund nefndarinnar á föstudaginn. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður sömuleiðis opinn.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. 27. apríl 2022 13:55
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. 26. apríl 2022 22:00