Menning

„Hvert pensilstrok krefst fullrar athygli og skjótra ákvarðana“

Elísabet Hanna skrifar
Ann með verk eftir sig.
Ann með verk eftir sig. Skjáskot/Instagram

Sænska listakonan Ann Larsson-Dahlin opnar listasýningu á Íslandi um helgina í sal Grásteins. Hún er leiðandi afl í fagi vatnslitamálara og hefur hlotið viðurkenningu um allan heim fyrir verk sín. 

Sækir innblástur frá Íslandi

Verkin eftir hana skarta sum einskærri náttúru Íslands að vetrarlagi og hefur hún haldið sýningar á hinum ýmsu stöðum en sýningin á Íslandi verður opin út maí. 

„Síðustu ár hafa margar af myndunum mínum verið uppfullar af sælu minni yfir kraftmiklum töfrum íslensks landslags,“ segir Ann um íslensku náttúruna. Hún segir ferðir sínar um landið hafa veitt sér mikinn innblástur: 

„Minningar frá nokkrum ferðum um Ísland hafa skilað sér í nokkrum frekar stórum vatnslitamyndum og einnig minni, þar sem ég reyndi að fanga tilfinningar mínar fyrir sumum einkennum íslensks landslags,“ segir hún og bætir við:

Mér þótti til dæmis mjög leiðinlegt að sjá hversu hratt jökulís Vatnajökuls bráðnar við Jökulsárlón, þannig að þessi hrifning fékk mig til að vinna með bráðnandi jökla í nokkrum myndum mínum.
Ann hefur málað íslenska náttúru að vetrarlagi.Ann Larsson-Dahlin.

Vatnslitatæknin krefst fullrar athygli

Ann segir vatnslitatæknina gefa birtu og loftleika sem henni líkar við. Hún segir tæknina felast í því að vinna með mismunandi litarefni, eiginleika þeirra og kynni við mismunandi magn af vatni. Hún segist slíkt krefjast mikillar þekkingar á bæði tækni og efnum og bætir við:

„Efnið er miðill sem erfitt er að ná tökum á, þar sem hvert pensilstrok krefst fullrar athygli og skjótra ákvarðana.“

Tilrauna starfsemi

Sjálf er Ann frá litlu þorpi í norðurhluta Svíþjóðar en hefur ferðast um Ísland. Hún hefur meðal annars ferðast til Akureyrar, Dalvíkur og staðanna í kringum Goðafoss og Mývatn um miðjan nóvember þar sem hún sótti sér innblástur. Hún segir að á þessum tíma hafi fjallstopparnir að hluta til verið þaktir snjó sem hafi gefið falleg myndræn mynstur og hrífandi tilfinningar.

„Fyrir mér er málverk tilraun þar sem ég, efnið mitt og mótífið er í samspili. Ég leitast við að þróa hæfileika mína til að mála af áræðni og reiprennandi, svo að málverkið verði ekki teiknað af of mörgum smáatriðum og of mikilli skýrleika.“

Tengdar fréttir

Sýningargestum velkomið að koma og leika sér

Sara Björg Bjarnadóttir er myndlistarkona sem ber marga aðra hatta eins og að vera landvörður, heimspekinemi og söngkona. Hún útskrifaðist með BA gráðu úr LHÍ árið 2015 og hefur búið í Kanada, á Akureyri og í Berlín en er nú orðinn Kópavogsbúi. Sara Björg stendur fyrir sýningunni „mjúk lending“ sem opnar í Ásmundarsal í dag klukkan 15:00 og eru öll velkomin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×