Breytingar hjá VÍS: Breytingar hjá framkvæmdastjórum og níu sagt upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 17:00 Birkir og Guðný Helga taka við nýjum framkvæmdastjórastöðum hjá VÍS. Vátryggingafélag Íslands hefur sagt upp níu starfsmönnum vegna skipulagsbreytinga. Þá hafa Guðný Helga Herbertsdóttir og Birkir Jóhannsson tekið við sem framkvæmdastjórar nýrra sviða fyrirtækisins. Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, hefur við þetta tilefni ákveðið að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallar. Þar segir að VÍS sé stafrænt þjónustufyrirtæki sem breyti því hvernig tryggingar virki. „VÍS hefur skipað sér í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi, með þróun sjálfvirkra þjónustuferla og stafrænna lausna. Áherslan fram á veg verður á sókn og sölu.“ Til þess að endurspegla þessa áherslu hafi verið gerðar eftirfarandi skipulagsbreytingar hjá félaginu. Þjónusta, sala og markaðsmál verða nú sameinuð undir nýtt svið sem nefnist sala og þjónusta. Framkvæmdastjóri sviðsins verður Guðný Helga Herbertsdóttir sem áður var framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar. Stafrænar lausnir færast yfir til kjarnastarfsemi sem framvegis nefnist kjarni og stafrænar lausnir. Framkvæmdastjóri sviðsins verður Birkir Jóhannsson sem áður var framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi VÍS. Við þessar breytingar hefur Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, ákveðið að láta af störfum. „Að umbreyta aldargömlu tryggingafélagi í stafrænt þjónustufyrirtæki kallar á sífelldar breytingar, ekki síst á skipulagi félagsins. Vegferðin og markmiðin eru skýr. Ég vil þakka Hafdísi fyrir frábært samstarf og ómetanlegt framlag til félagsins undanfarin ár,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Samhliða þessum skipulagsbreytingum láta níu starfsmenn af störfum. Framkvæmdastjórn félagsins skipa nú Helgi Bjarnason, Guðný Helga Herbertsdóttir, Birkir Jóhannsson og Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri. Breytingarnar taka gildi þegar í stað. Vistaskipti Tryggingar VÍS Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallar. Þar segir að VÍS sé stafrænt þjónustufyrirtæki sem breyti því hvernig tryggingar virki. „VÍS hefur skipað sér í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi, með þróun sjálfvirkra þjónustuferla og stafrænna lausna. Áherslan fram á veg verður á sókn og sölu.“ Til þess að endurspegla þessa áherslu hafi verið gerðar eftirfarandi skipulagsbreytingar hjá félaginu. Þjónusta, sala og markaðsmál verða nú sameinuð undir nýtt svið sem nefnist sala og þjónusta. Framkvæmdastjóri sviðsins verður Guðný Helga Herbertsdóttir sem áður var framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar. Stafrænar lausnir færast yfir til kjarnastarfsemi sem framvegis nefnist kjarni og stafrænar lausnir. Framkvæmdastjóri sviðsins verður Birkir Jóhannsson sem áður var framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi VÍS. Við þessar breytingar hefur Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, ákveðið að láta af störfum. „Að umbreyta aldargömlu tryggingafélagi í stafrænt þjónustufyrirtæki kallar á sífelldar breytingar, ekki síst á skipulagi félagsins. Vegferðin og markmiðin eru skýr. Ég vil þakka Hafdísi fyrir frábært samstarf og ómetanlegt framlag til félagsins undanfarin ár,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Samhliða þessum skipulagsbreytingum láta níu starfsmenn af störfum. Framkvæmdastjórn félagsins skipa nú Helgi Bjarnason, Guðný Helga Herbertsdóttir, Birkir Jóhannsson og Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri. Breytingarnar taka gildi þegar í stað.
Vistaskipti Tryggingar VÍS Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira