Ásmundur: Erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2022 19:55 Ásmundur sagðist ekki getað beðið um mikið meira en það sem hans stelpur gerðu í dag. Vísir/Vilhelm „Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Breiðablik og Blikaliðið þá verið mikið betri aðilinn á vellinum. „Það var gott að skora í byrjun seinni hálfleiks og ná fjórða markinu. Svo féllu þær svolítið niður og lokuðu vel þannig að það hægðist á leiknum. Við vorum að reyna, vorum að halda í boltann en auðvitað er alltaf hætta að það komi eitthvað í bakið á manni ef boltinn tapast.“ Þór/KA beit frá sér síðari hluta seinni hálfleiks og náðu verðskuldað inn marki. „Leikurinn fjaraði hálfpartinn út og við urðum værukærar og þær fengu möguleika og náðu marki fullkomlega verðskuldað. 4-1 sigur, við erum ánægð með það.“ Breiðablik átti í vandræðum með að verjast hornspyrnum Þórs/KA í síðari hálfleik og skapaðist oft á tíðum hætta þá. „Hluti af því að vera værukær er að þá ertu undir í þessum föstu leikatriðum og návígjum sem við vorum ekki framan af. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir var búin að skora tvö mörk á fyrsta hálftímanum í dag og kom af feykikrafti inn í leikinn. „Hún var gríðarlega öflug. Hún hefur verið í vandræðum með meiðsli í vetur og ekki alveg komin í hundrað prósent stand. Við vonuðumst til að hún gæti klárað fram að hálfleik en því miður kom eitthvað uppá í ristinni og við vonum að það verði ekki brot en það kemur í ljós eftir myndatöku.“ Natasha Anasi kom til Breiðabliks í hafsentinum og kemur mjög öflug inn í miðvarðarstöðu Breiðabliks. „Ég hef sagt að mér finnst hópurinn öflugur og vill ekki taka einhverja eina út. Við erum með öflugan hóp og okkar verkefni er að búa til gott lið úr honum. Það eru margar góðar og við erum ánægð með breiddina eins og staðan er,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-1 | Öruggur sigur Blika í fyrsta leik Breiðablik vann sanngjarnan sigur á Þór/KA í 1.umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika. 27. apríl 2022 19:22