Raiola segist ekki vera látinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2022 11:57 Raiola ásamt Zlatan en þeir hafa unnið lengi saman. vísir/getty Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Andlát Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Raiola greindi frá því á Twitter fyrir skemmstu að fréttir fjölmiðla um andlát hans væru stórlega ýktar. Hann segir þetta vera í annað sinn á fjórum mánuðum sem fjölmiðlar greini ranglega frá andláti hans. Current health status for the ones wondering: pissed off second time in 4 months they kill me. Seem also able to ressuscitate.— Mino Raiola (@MinoRaiola) April 28, 2022 Margir fjölmiðlar birtu fréttir af því að Raiola væri látinn, 54 ára, eftir veikindi. Vísir, eins og fjölmargir aðrir, greindi frá andláti Ítalans. Raiola er ítalskur umboðsmaður og hefur margar af stærstu stjörnum fótboltaheimsins á sínum snærum. Má þar nefna leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Raiola er alinn upp í Hollandi og spilaði fyrir lið HFC Haarlem til átján ára aldurs er hann fór að þjálfa. Hann fór þá snemma í umboðsmennsku eftir að hafa þjálfað og menntað sig. Hann talar sjö tungumál. Raiola hefur verið heilsuveill en í upphafi ársins var hann fluttur á gjörgæslu í Mílanó og fór í aðgerð. Hann gerði þó lítið úr veikindum sínum þá. Þó svo hann segist vera risinn í dag þá herma fréttir engu að síður að hann sé illa haldinn á sjúkrahúsi. Umboðsmaðurinn er vellauðugur og lifir hátt. Hann er maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Ítalinn þykir harðsvíraður samningamaður og umdeildur. Hann hefur þó oftar en ekki náð sínu í gegn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Andlát Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira