Íslenski boltinn

Tveir risaleikir í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar hans í Breiðabliki mæta Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar hans í Breiðabliki mæta Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. vísir/vilhelm

Tveir stórleikir verða í 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla í fótbolta. Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Sigursælasta lið bikarkeppninnar, KR, mætir Stjörnunni og Breiðablik og Valur eigast við. Alls eru þrír leikir milli Bestu deildarliða í 32-liða úrslitunum en Fram og Leiknir R. eigast við.

Bikarmeistarar Víkings fara á Ásvelli og mæta þar Haukum. Grannliðin Keflavík og Njarðvík leiða saman hesta sína og eina 4. deildarliðið í pottinum, Hvíti riddarinn, tekur á móti Kórdrengjum.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram dagana 24.-26. maí næstkomandi.

Leikirnir í 32-liða úrslitum

  • Stjarnan - KR
  • Sindri - ÍA
  • Fylkir - ÍBV
  • Fram - Leiknir R.
  • Hvíti riddarinn - Kórdrengir
  • Dalvík/Reynir - Þór Ak.
  • Selfoss - Magni
  • Grindavík - ÍR
  • Höttur/Huginn - Ægir
  • KA - Reynir S.
  • HK - Grótta
  • Vestri - Afturelding
  • FH - Kári
  • Keflavík - Njarðvík
  • Haukar - Víkingur R.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×