„Tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2022 22:57 Halldór Sigfússon hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn á FH. vísir/hulda margrét Halldóri Sigfússyni, þjálfara Selfoss, var eðlilega létt eftir sigurinn á FH, 33-38, í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. „Þetta var tvíframlengt og ansi miklar sveiflur. Það var ekki planið hjá okkur að hleypa þeim inn í leikinn og við þurfum að skoða þessar síðustu tíu mínútur en ég er hrikalega ánægður með mína stráka. Þetta var mikill karakter,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn í Kaplakrika. „Við spilum á fáum mönnum, menn meiddust í leiknum en ég tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum, fyrir það sem þeir lögðu í leikinn og sérstaklega í seinni framlengingunni. Þetta var svakalegur vilji.“ Selfoss komst sjö mörkum yfir, 13-20, eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en glutraði því forskoti niður. „Við vorum í bullandi vandræðum, eins og þeir voru í bullandi vandræðum á löngum köflum. Við tókum leikhlé, ætluðum að fara í sjö á sex en lætin voru mikil, einn sem heyrði ekki og allt fór til fjandans. En við endurstilltum okkur í framlengingunni og gerðum hrikalega vel í sókninni, sérstaklega miðað við það sem við gerðum á tíu mínútna kafla undir lokin,“ sagði Halldór. Hann fór ekkert í felur með það að leikurinn í kvöld hefði útheimt mikla orku. „Það fór mikil orka í þetta. Þú ert kominn í svona leik, troðfullt hús, heyrist ekki neitt og frábærir stuðningsmenn. Ég þakka fólkinu okkar fyrir að koma, styðja við bakið á okkur og fleyta okkur áfram þessa síðustu metra,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
„Þetta var tvíframlengt og ansi miklar sveiflur. Það var ekki planið hjá okkur að hleypa þeim inn í leikinn og við þurfum að skoða þessar síðustu tíu mínútur en ég er hrikalega ánægður með mína stráka. Þetta var mikill karakter,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn í Kaplakrika. „Við spilum á fáum mönnum, menn meiddust í leiknum en ég tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum, fyrir það sem þeir lögðu í leikinn og sérstaklega í seinni framlengingunni. Þetta var svakalegur vilji.“ Selfoss komst sjö mörkum yfir, 13-20, eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en glutraði því forskoti niður. „Við vorum í bullandi vandræðum, eins og þeir voru í bullandi vandræðum á löngum köflum. Við tókum leikhlé, ætluðum að fara í sjö á sex en lætin voru mikil, einn sem heyrði ekki og allt fór til fjandans. En við endurstilltum okkur í framlengingunni og gerðum hrikalega vel í sókninni, sérstaklega miðað við það sem við gerðum á tíu mínútna kafla undir lokin,“ sagði Halldór. Hann fór ekkert í felur með það að leikurinn í kvöld hefði útheimt mikla orku. „Það fór mikil orka í þetta. Þú ert kominn í svona leik, troðfullt hús, heyrist ekki neitt og frábærir stuðningsmenn. Ég þakka fólkinu okkar fyrir að koma, styðja við bakið á okkur og fleyta okkur áfram þessa síðustu metra,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira