Selfyssingar ekki tapað útileik í úrslitakeppni í fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 12:00 Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssingar, skoraði fimmtán mörk í leikjunum tveimur í Kaplakrika þar af níu mörk í oddaleiknum í gær. Vísir/Hulda Margrét Selfyssingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með því að vinna framlengdan oddaleik á móti FH í Kaplakrika í gær. Heimavöllurinn hefur verið að bregðast Selfossliðinu síðan þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir hafa getað treyst á góða frammistöðu í útileikjunum. Það var mikil spenna í leiknum í Krikanum í gær en gestirnir sýndu enn á ný hversu góðir þeir eru á útivelli. Selfyssingar voru með frumkvæðið fram eftir leik en misstu leikinn í framlengingu. Það þurfti tvær framlengingar til að skera út um sigurvegara en Selfossliðið var miklu sterkara í seinni framlengingunni og vann fimm marka sigur, 38-33. Selfossliðið hélt því áfram sigurgöngu sinni á útivöllum en liðið hefur unnið alla sjö útileiki sína í úrslitakeppni frá því í maí 2018. Síðasta liðið til að vinna heimasigur á móti Selfossi í úrslitakeppni var lið FH í undanúrslitum 2018. FH tryggði sér þá oddaleik með 41-38 sigri í framlengdum fjórða leik liðanna. Það eru því liðnir rúmir 47 mánuðir (1.444 dagar) frá síðasta tapleik Selfyssinga á útivelli í úrslitakeppni. Á sama tíma hefur Selfossliðið aftur á móti tapað fjórum leikjum á heimavelli í úrslitakeppni. Þeir steinlágu í heimaleiknum í þessari seríu á móti FH og duttu út í fyrra eftir tap á móti Stjörnunni í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum. Eina tap Selfossliðsins í úrslitaeinvíginu 2019 kom einmitt á heimavelli á móti Haukum. Selfoss tryggði sér titilinn þá með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. Góðu fréttirnar fyrir Selfossliðið er kannski að næsti leikur er einmitt á útivelli því fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Val er á Hlíðarenda á mánudagskvöldið. Síðustu útileikir Selfoss í úrslitakeppni karla í handbolta: Kaplakriki 28. apríl 2022: Fimm marka sigur á FH (38-33, tvíframlengt) Kaplakriki 22. apríl 2022: Eins marks sigur á FH (28-27) Mýrin, Garðabæ 1. júní 2021: Tveggja marka sigur á Stjörnunni (26-24) Ásvellir 19. maí 2019: Tveggja marka sigur á Haukum (32-30) Ásvellir 14. maí 2019: Fimm marka sigur á Haukum (27-22) Hlíðarendi 3. maí 2019: Eins marks sigur á Val (32-31) Austurberg 22. apríl 2019: Eins marks sigur á ÍR (29-28) Kaplakriki 4. maí 2018: Fjögurra marka tap fyrir FH (38-41, framlengt) Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Heimavöllurinn hefur verið að bregðast Selfossliðinu síðan þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir hafa getað treyst á góða frammistöðu í útileikjunum. Það var mikil spenna í leiknum í Krikanum í gær en gestirnir sýndu enn á ný hversu góðir þeir eru á útivelli. Selfyssingar voru með frumkvæðið fram eftir leik en misstu leikinn í framlengingu. Það þurfti tvær framlengingar til að skera út um sigurvegara en Selfossliðið var miklu sterkara í seinni framlengingunni og vann fimm marka sigur, 38-33. Selfossliðið hélt því áfram sigurgöngu sinni á útivöllum en liðið hefur unnið alla sjö útileiki sína í úrslitakeppni frá því í maí 2018. Síðasta liðið til að vinna heimasigur á móti Selfossi í úrslitakeppni var lið FH í undanúrslitum 2018. FH tryggði sér þá oddaleik með 41-38 sigri í framlengdum fjórða leik liðanna. Það eru því liðnir rúmir 47 mánuðir (1.444 dagar) frá síðasta tapleik Selfyssinga á útivelli í úrslitakeppni. Á sama tíma hefur Selfossliðið aftur á móti tapað fjórum leikjum á heimavelli í úrslitakeppni. Þeir steinlágu í heimaleiknum í þessari seríu á móti FH og duttu út í fyrra eftir tap á móti Stjörnunni í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum. Eina tap Selfossliðsins í úrslitaeinvíginu 2019 kom einmitt á heimavelli á móti Haukum. Selfoss tryggði sér titilinn þá með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. Góðu fréttirnar fyrir Selfossliðið er kannski að næsti leikur er einmitt á útivelli því fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Val er á Hlíðarenda á mánudagskvöldið. Síðustu útileikir Selfoss í úrslitakeppni karla í handbolta: Kaplakriki 28. apríl 2022: Fimm marka sigur á FH (38-33, tvíframlengt) Kaplakriki 22. apríl 2022: Eins marks sigur á FH (28-27) Mýrin, Garðabæ 1. júní 2021: Tveggja marka sigur á Stjörnunni (26-24) Ásvellir 19. maí 2019: Tveggja marka sigur á Haukum (32-30) Ásvellir 14. maí 2019: Fimm marka sigur á Haukum (27-22) Hlíðarendi 3. maí 2019: Eins marks sigur á Val (32-31) Austurberg 22. apríl 2019: Eins marks sigur á ÍR (29-28) Kaplakriki 4. maí 2018: Fjögurra marka tap fyrir FH (38-41, framlengt)
Síðustu útileikir Selfoss í úrslitakeppni karla í handbolta: Kaplakriki 28. apríl 2022: Fimm marka sigur á FH (38-33, tvíframlengt) Kaplakriki 22. apríl 2022: Eins marks sigur á FH (28-27) Mýrin, Garðabæ 1. júní 2021: Tveggja marka sigur á Stjörnunni (26-24) Ásvellir 19. maí 2019: Tveggja marka sigur á Haukum (32-30) Ásvellir 14. maí 2019: Fimm marka sigur á Haukum (27-22) Hlíðarendi 3. maí 2019: Eins marks sigur á Val (32-31) Austurberg 22. apríl 2019: Eins marks sigur á ÍR (29-28) Kaplakriki 4. maí 2018: Fjögurra marka tap fyrir FH (38-41, framlengt)
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira