Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð Heimsljós 29. apríl 2022 14:01 Ljósmynd frá Malaví gunnisal UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Sjötta árið í röð sendi landsnefnd UN Women á Íslandi hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda til alþjóðlegra verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Það er árangur sem samtökin eru afar stolt af en þakklæti til þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa stutt samtökin um árabil var Örnu Grímsdóttur formanni stjórnarinnar efst í huga í ávarpi á aðalfundi landsnefndarinnar í gær. UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Á árinu 2021 skráðu 1.159 manns sig sem Ljósbera, mánaðarlega styrktaraðila UN Women á Íslandi sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Ljósberar UN Women eru bakbein samtakanna og ómetanlegur stuðningur þeirra gerir UN Women á Íslandi kleift að senda þessi háu framlög,“ segir í frétt frá landsnefndinni. Ný stjórn landsnefndar UN Women. Á aðalfundinum kom fram að árið 2021 markaðist af áframhaldandi heimsfaraldri og bakslagi í jafnréttisbaráttunni. „Þörfin fyrir UN Women hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi líta á hlutverk sitt alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þeirra vofveiflegu aðstæðna sem uppi eru í Úkraínu og Afganistan svo dæmi séu tekin. UN Women á Íslandi mun halda áfram að beita sér fyrir því að kvenmiðuð neyðaraðstoð sé sett í forgrunn og veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum,“ segir í fréttinni. Ingibjörg Sólrún og Árni Matthíasson ný í stjórn Breytingar urðu á stjórn landsnefndarinnar en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Matthíasson, blaðamaður taka sæti í stjórn samtakanna, en Bergur Ebbi Benediktsson og Kristján Hjálmarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ný stjórn er því skipuð eftirfarandi: Arna Grímsdóttir, lögmaður (formaður stjórnar) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og svæðisstjóri UN Women Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Áslaug Eva Björnsdóttir, stafrænn leiðtogi Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is Ólafur Elínarson, aðstoðarmaður félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra Fönn Hallsdóttir, fulltrúi ungmennaráðs Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri Anna Steinsen, tómstunda- og félagsmálafræðingur Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Innrás Rússa í Úkraínu Afganistan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent
Sjötta árið í röð sendi landsnefnd UN Women á Íslandi hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda til alþjóðlegra verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Það er árangur sem samtökin eru afar stolt af en þakklæti til þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa stutt samtökin um árabil var Örnu Grímsdóttur formanni stjórnarinnar efst í huga í ávarpi á aðalfundi landsnefndarinnar í gær. UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Á árinu 2021 skráðu 1.159 manns sig sem Ljósbera, mánaðarlega styrktaraðila UN Women á Íslandi sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Ljósberar UN Women eru bakbein samtakanna og ómetanlegur stuðningur þeirra gerir UN Women á Íslandi kleift að senda þessi háu framlög,“ segir í frétt frá landsnefndinni. Ný stjórn landsnefndar UN Women. Á aðalfundinum kom fram að árið 2021 markaðist af áframhaldandi heimsfaraldri og bakslagi í jafnréttisbaráttunni. „Þörfin fyrir UN Women hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi líta á hlutverk sitt alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þeirra vofveiflegu aðstæðna sem uppi eru í Úkraínu og Afganistan svo dæmi séu tekin. UN Women á Íslandi mun halda áfram að beita sér fyrir því að kvenmiðuð neyðaraðstoð sé sett í forgrunn og veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum,“ segir í fréttinni. Ingibjörg Sólrún og Árni Matthíasson ný í stjórn Breytingar urðu á stjórn landsnefndarinnar en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Matthíasson, blaðamaður taka sæti í stjórn samtakanna, en Bergur Ebbi Benediktsson og Kristján Hjálmarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Ný stjórn er því skipuð eftirfarandi: Arna Grímsdóttir, lögmaður (formaður stjórnar) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og svæðisstjóri UN Women Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Áslaug Eva Björnsdóttir, stafrænn leiðtogi Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is Ólafur Elínarson, aðstoðarmaður félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra Fönn Hallsdóttir, fulltrúi ungmennaráðs Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri Anna Steinsen, tómstunda- og félagsmálafræðingur Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Innrás Rússa í Úkraínu Afganistan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent