Icebox verður haldið í annað sinn í dag: „Fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 08:01 Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og skipuleggjandi Icebox, er vægast sagt spenntur fyrir deginum. Stöð 2 „Ég ákvað bara að stökkva út í djúpu laugina og fara alla leið,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og einn af skipuleggjendum boxmótsins Icebox sem haldið verður í dag. „Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari Box Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari
Box Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira