Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 30. apríl 2022 07:24 Lík almenns borgara fannst í íbúð í þorpi sem Úkraínumenn náðu nýlega aftur á sitt vald nærri Kharkív. Sprengjuárásir Rússa halda þar áfram. AP/Felipe Dana Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Sérfræðingur í kjarnorkumálum hjá rússneska utanríkisráðuneytinu segir að Rússar muni fara eftir þeim tilmælum sem koma fram í opinberum skjölum þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Talsmaður Pentagon segir Bandaríkjamenn hafi vanmetið ofbeldið og grimmdina af hálfu Rússa í stríðinu í Úkraínu. Selenskí Úkraínuforseti fór hörðum orðum um Rússa í ávarpi til þjóðar sinnar í gær. Meginefni ávarpsins var fordæming loftskeytaárásar Rússa á Kænugarð á fimmtudag þegar António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna var í heimsókn. Þá sagði hann hafnarborgina Mariupol vera orðna að rússneskum fangabúðum í gjöreyðilagðri borg. Framganga Rússa á svæðinu svipi mikið til framgöngu nasista í Austur-Evrópu. Staðan í Kharkív er slæm en að sögn forsetans hefur Úkraínuher náð góðum árangri í borginni. Selenskí segir innrásarherinn í Donbas-héruðunum gera allt í sínu valdi til að afmá líf algerlega á svæðinu. Stöðugar sprengju- og loftskeytaárásir Rússa bendi til þess að þeir vilji gera svæðið óbyggilegt. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira