Heimamenn í Celtic tóku forystuna um miðjan fyrri hálfleikinn með marki frá Jota og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Fashion Sakala jafnaði metin fyrir Rangers þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli, en stigið fleytir Celtic langleiðina í átt að skoska deildarmeistaratitlinum.
Celtic er nú með sex stiga forskot á Rangers þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir, og það verður að teljast ansi ólíklegt að liðið kasti því forskoti frá sér.
Rangers varð skoskur meistari á seinasta tímabili í fyrsta sinn síðan árið 2011, en síðan hafði Celtic unnið deildina níu ár í röð. Nú stefnir í að Celtic muni endurheimta titilinn.
It ends all square at Paradise and the Bhoys maintain their six point lead at the top of the #cinchPrem. #CELRAN | #COYBIG🍀
— Celtic Football Club (@CelticFC) May 1, 2022