Ævinlega þakklát heilbrigðisstarfsfólki eftir „mesta tilfinningarússíbanakokteil“ lífsins Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 22:03 Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sævar Ólafsson ásamt barninu. Aðsend/Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í Reykjavík, fæddi dreng á þriðjudag. Barnið, sem hún á með Sævari Ólafssyni íþróttafræðingi, var 16,5 merkur og 52 sentímetrar að lengd. Sá litli lét ekki bíða eftir sér en settur dagur var í dag, á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Dóra segir drenginn vera baráttubarn í víðum skilningi en hann kom jafnframt í heiminn í miðri kosningabaráttu. Fyrir átti Sævar son úr fyrra sambandi. „Hann er svo undurfallegur og bjartur og lýsir upp hjörtun okkar. Ég hef aldrei upplifað slíka ást,“ segir hún í Facebook-færslu þar sem hún greinir frá fæðingunni. Fæðingin og fyrstu dagarnir hafi þó reynst fjölskyldunni krefjandi þar sem fyrirhuguð heimafæðing hafi endað upp á Landspítala „í töluverðum hasar.“ Þá hafi hann verið lagður inn á vökudeild spítalans tveimur dögum eftir að hann kom í heiminn vegna slappleika. „Allt hefur þó gengið upp og við fjölskyldan fengum að fara heim í dag, á settum degi. Við njótum þess að vera saman og kynnast. Hann setur allt lífið vissalega í alveg nýtt samhengi,“ segir Dóra. Hún vilji í ljósi dagsins í dag og nýliðinnar reynslu foreldranna nefnda botnlausa virðingu sína fyrir vinnu og mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks. Klökk og þakklát „Heilbrigðisstarfsfólk er okkur til halds og trausts á okkar bestu og erfiðustu stundum og stendur vörð um okkar allra dýrmætasta og hefur sannarlega gert það í okkar tilfelli. Ég vil þakka ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, fæðingarlæknum og barnalæknum bæði Bjarkarinnar og Landspítala frá innstu hjartarótum fyrir að grípa mig og fjölskylduna mína á ögurstundu. Fagleg og styrk hjálparhönd þeirra í bland við botnlausa umhyggju og hlýju sem við höfum hlotið síðustu daga frá þessu yndislega fólki gerir mig klökka.“ Starfsfólkið hafi ekki einungis tryggt fjölskyldunni rétta meðhöndlun og meðferð heldur líka veitt sáluhjálp, ráðgjöf og öxl til að gráta á. „Undursamlegar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa bæði fyrir, undir og eftir fæðingu og á meðan dvöl okkar á vökudeild stóð hlustað á mig, ráðlagt mér, sýnt mér endalausan skilning og stuðning og hafa bókstaflega gripið mig í sinn faðm þegar tárin hafa streymt niður vangana í rosalegasta tilfinningarússíbanakokteil lífs míns.“ Að lokum segir Dóra að hún verði þessu fólki ævinlega þakklát og þau eigi allt gott skilið. „Það á skilið miklu meira en það fær. Gleðilegan 1. maí. Baráttan lifir. Velkominn í heiminn elsku barnið mitt.“ Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Ástin og lífið Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Sá litli lét ekki bíða eftir sér en settur dagur var í dag, á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Dóra segir drenginn vera baráttubarn í víðum skilningi en hann kom jafnframt í heiminn í miðri kosningabaráttu. Fyrir átti Sævar son úr fyrra sambandi. „Hann er svo undurfallegur og bjartur og lýsir upp hjörtun okkar. Ég hef aldrei upplifað slíka ást,“ segir hún í Facebook-færslu þar sem hún greinir frá fæðingunni. Fæðingin og fyrstu dagarnir hafi þó reynst fjölskyldunni krefjandi þar sem fyrirhuguð heimafæðing hafi endað upp á Landspítala „í töluverðum hasar.“ Þá hafi hann verið lagður inn á vökudeild spítalans tveimur dögum eftir að hann kom í heiminn vegna slappleika. „Allt hefur þó gengið upp og við fjölskyldan fengum að fara heim í dag, á settum degi. Við njótum þess að vera saman og kynnast. Hann setur allt lífið vissalega í alveg nýtt samhengi,“ segir Dóra. Hún vilji í ljósi dagsins í dag og nýliðinnar reynslu foreldranna nefnda botnlausa virðingu sína fyrir vinnu og mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks. Klökk og þakklát „Heilbrigðisstarfsfólk er okkur til halds og trausts á okkar bestu og erfiðustu stundum og stendur vörð um okkar allra dýrmætasta og hefur sannarlega gert það í okkar tilfelli. Ég vil þakka ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, fæðingarlæknum og barnalæknum bæði Bjarkarinnar og Landspítala frá innstu hjartarótum fyrir að grípa mig og fjölskylduna mína á ögurstundu. Fagleg og styrk hjálparhönd þeirra í bland við botnlausa umhyggju og hlýju sem við höfum hlotið síðustu daga frá þessu yndislega fólki gerir mig klökka.“ Starfsfólkið hafi ekki einungis tryggt fjölskyldunni rétta meðhöndlun og meðferð heldur líka veitt sáluhjálp, ráðgjöf og öxl til að gráta á. „Undursamlegar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa bæði fyrir, undir og eftir fæðingu og á meðan dvöl okkar á vökudeild stóð hlustað á mig, ráðlagt mér, sýnt mér endalausan skilning og stuðning og hafa bókstaflega gripið mig í sinn faðm þegar tárin hafa streymt niður vangana í rosalegasta tilfinningarússíbanakokteil lífs míns.“ Að lokum segir Dóra að hún verði þessu fólki ævinlega þakklát og þau eigi allt gott skilið. „Það á skilið miklu meira en það fær. Gleðilegan 1. maí. Baráttan lifir. Velkominn í heiminn elsku barnið mitt.“
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Ástin og lífið Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24
Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30