Ævinlega þakklát heilbrigðisstarfsfólki eftir „mesta tilfinningarússíbanakokteil“ lífsins Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 22:03 Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sævar Ólafsson ásamt barninu. Aðsend/Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í Reykjavík, fæddi dreng á þriðjudag. Barnið, sem hún á með Sævari Ólafssyni íþróttafræðingi, var 16,5 merkur og 52 sentímetrar að lengd. Sá litli lét ekki bíða eftir sér en settur dagur var í dag, á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Dóra segir drenginn vera baráttubarn í víðum skilningi en hann kom jafnframt í heiminn í miðri kosningabaráttu. Fyrir átti Sævar son úr fyrra sambandi. „Hann er svo undurfallegur og bjartur og lýsir upp hjörtun okkar. Ég hef aldrei upplifað slíka ást,“ segir hún í Facebook-færslu þar sem hún greinir frá fæðingunni. Fæðingin og fyrstu dagarnir hafi þó reynst fjölskyldunni krefjandi þar sem fyrirhuguð heimafæðing hafi endað upp á Landspítala „í töluverðum hasar.“ Þá hafi hann verið lagður inn á vökudeild spítalans tveimur dögum eftir að hann kom í heiminn vegna slappleika. „Allt hefur þó gengið upp og við fjölskyldan fengum að fara heim í dag, á settum degi. Við njótum þess að vera saman og kynnast. Hann setur allt lífið vissalega í alveg nýtt samhengi,“ segir Dóra. Hún vilji í ljósi dagsins í dag og nýliðinnar reynslu foreldranna nefnda botnlausa virðingu sína fyrir vinnu og mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks. Klökk og þakklát „Heilbrigðisstarfsfólk er okkur til halds og trausts á okkar bestu og erfiðustu stundum og stendur vörð um okkar allra dýrmætasta og hefur sannarlega gert það í okkar tilfelli. Ég vil þakka ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, fæðingarlæknum og barnalæknum bæði Bjarkarinnar og Landspítala frá innstu hjartarótum fyrir að grípa mig og fjölskylduna mína á ögurstundu. Fagleg og styrk hjálparhönd þeirra í bland við botnlausa umhyggju og hlýju sem við höfum hlotið síðustu daga frá þessu yndislega fólki gerir mig klökka.“ Starfsfólkið hafi ekki einungis tryggt fjölskyldunni rétta meðhöndlun og meðferð heldur líka veitt sáluhjálp, ráðgjöf og öxl til að gráta á. „Undursamlegar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa bæði fyrir, undir og eftir fæðingu og á meðan dvöl okkar á vökudeild stóð hlustað á mig, ráðlagt mér, sýnt mér endalausan skilning og stuðning og hafa bókstaflega gripið mig í sinn faðm þegar tárin hafa streymt niður vangana í rosalegasta tilfinningarússíbanakokteil lífs míns.“ Að lokum segir Dóra að hún verði þessu fólki ævinlega þakklát og þau eigi allt gott skilið. „Það á skilið miklu meira en það fær. Gleðilegan 1. maí. Baráttan lifir. Velkominn í heiminn elsku barnið mitt.“ Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Ástin og lífið Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Sá litli lét ekki bíða eftir sér en settur dagur var í dag, á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Dóra segir drenginn vera baráttubarn í víðum skilningi en hann kom jafnframt í heiminn í miðri kosningabaráttu. Fyrir átti Sævar son úr fyrra sambandi. „Hann er svo undurfallegur og bjartur og lýsir upp hjörtun okkar. Ég hef aldrei upplifað slíka ást,“ segir hún í Facebook-færslu þar sem hún greinir frá fæðingunni. Fæðingin og fyrstu dagarnir hafi þó reynst fjölskyldunni krefjandi þar sem fyrirhuguð heimafæðing hafi endað upp á Landspítala „í töluverðum hasar.“ Þá hafi hann verið lagður inn á vökudeild spítalans tveimur dögum eftir að hann kom í heiminn vegna slappleika. „Allt hefur þó gengið upp og við fjölskyldan fengum að fara heim í dag, á settum degi. Við njótum þess að vera saman og kynnast. Hann setur allt lífið vissalega í alveg nýtt samhengi,“ segir Dóra. Hún vilji í ljósi dagsins í dag og nýliðinnar reynslu foreldranna nefnda botnlausa virðingu sína fyrir vinnu og mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks. Klökk og þakklát „Heilbrigðisstarfsfólk er okkur til halds og trausts á okkar bestu og erfiðustu stundum og stendur vörð um okkar allra dýrmætasta og hefur sannarlega gert það í okkar tilfelli. Ég vil þakka ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, fæðingarlæknum og barnalæknum bæði Bjarkarinnar og Landspítala frá innstu hjartarótum fyrir að grípa mig og fjölskylduna mína á ögurstundu. Fagleg og styrk hjálparhönd þeirra í bland við botnlausa umhyggju og hlýju sem við höfum hlotið síðustu daga frá þessu yndislega fólki gerir mig klökka.“ Starfsfólkið hafi ekki einungis tryggt fjölskyldunni rétta meðhöndlun og meðferð heldur líka veitt sáluhjálp, ráðgjöf og öxl til að gráta á. „Undursamlegar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hafa bæði fyrir, undir og eftir fæðingu og á meðan dvöl okkar á vökudeild stóð hlustað á mig, ráðlagt mér, sýnt mér endalausan skilning og stuðning og hafa bókstaflega gripið mig í sinn faðm þegar tárin hafa streymt niður vangana í rosalegasta tilfinningarússíbanakokteil lífs míns.“ Að lokum segir Dóra að hún verði þessu fólki ævinlega þakklát og þau eigi allt gott skilið. „Það á skilið miklu meira en það fær. Gleðilegan 1. maí. Baráttan lifir. Velkominn í heiminn elsku barnið mitt.“
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Ástin og lífið Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24 Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28. nóvember 2021 20:24
Dóra Björt fann ástina í örmum Sævars „Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? 5. janúar 2021 12:30