Elín, Sigga og Beta sýndu nýju búningana sína á æfingunni og einnig sviðsmyndina. Ljóst er að áhorfendur munu fá að sjá fallega litadýrð á skjánum fyrir aftan systkinin á sviðinu. Lay Low höfundur lagsins Með hækkandi sól sat í salnum og fylgdist með ásamt leikstjóranum, stílistanum og fleirum úr íslenska hópnum.
Samkvæmt upplýsingum frá hópnum sem fylgir systkinunum úti í Tórínó gekk æfingin þeirra mjög vel.
„Frábær fyrsta æfing,“ sagði Rúnar Freyr Gíslason orðrétt eftir daginn.
Systurnar birtu mynd af búningunum sínum á Instagram. Þar segjast þær elska Ítalíu og finna vel fyrir ástinni. Ísland keppir á fyrra undankvöldi Eurovision, þriðjudaginn 10. maí.
Í myndaalbúminu hér fyrir neðan má sjá sviðsmyndina betur.