Sjáðu mark Gísla sem fór langt með að tryggja Magdeburg fyrsta titilinn í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 13:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur leikið einkar vel með Magdeburg upp á síðkastið. getty/Martin Rose Magdeburg steig risastórt skref í átt að sínum fyrsta Þýskalandsmeistaratitli síðan 2001 með naumum sigri á Füchse Berlin, 28-27, í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Magdeburg. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið. Þýski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka blés ekki byrlega fyrir Magdeburg, enda þremur mörkum undir, 22-25. En heimamenn gáfust ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu forystunni, 26-25. Lasse Anderson jafnaði fyrir gestina en Gísli kom Magdeburg aftur yfir, 27-26. Fabian Wiede jafnaði jafnharðan í 27-27. Í lokasókn Magdeburg fékk Gísli boltann, réðst á vörn Füchse Berlin og kom boltanum framhjá Dejan Milosavljev í marki gestanna. Þetta reyndist sigurmark leiksins. Það má sjá hér fyrir neðan. Wohoooo das war das Siegtor gestern von Gisli! Habt ihr auch direkt Gänsehaut?! Die stärkste Liga der Welt! Live und in der Konferenz! Die LIQUI MOLY HBL - Nur auf Sky: https://t.co/LfQgMISoLV #scmhuja @liquimoly_hbl pic.twitter.com/EA1EOUSVkE— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 2, 2022 Markið var gríðarlega mikilvægt en Magdeburg er nú í frábærri stöðu á toppi þýsku deildarinnar. Liðið er með sex stiga forskot á Kiel og á auk þess leik til góða. Gísli var markahæstur í liði Magdeburg með fimm mörk. Félagi hans í íslenska landsliðinu, Ómar Ingi Magnússon, skoraði fjögur mörk og gaf sjö stoðsendingar. Magdeburg hefur góða reynslu af Íslendingum en Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson voru tveir af aðalleikurunum í velgengni liðsins í kringum aldamótin. Magdeburg vann EHF-bikarinn og þýska meistaratitilinn 2001 og Meistaradeild Evrópu 2002. Í síðustu viku voru tuttugu ár liðin síðan Magdeburg varð fyrsta þýska liðið til að vinna Meistaradeildina. Það er skammt stórra högga á milli hjá Magdeburg. Á miðvikudaginn tekur liðið á móti Nantes í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Magdeburg vann fyrri leikinn í Frakklandi með þriggja marka mun, 25-28. Magdeburg vann Evrópudeildina á síðasta tímabili. Magdeburg tapaði fyrir Kiel í bikarúrslitaleiknum um þarsíðustu helgi en er búið að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða og getur því staðið uppi með þrjá stóra titla eftir tímabilið.
Þýski handboltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira