Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2022 14:15 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, var sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ótilgreindu einkahlutafélagi, sem nú er afskráð, ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum í rekstri félagsins Manninum var gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti í rekstri einkahlutafélagsins fyrir uppgjörstímabilin júlí-ágúst til og með nóvember-desember árið 2019, samtals að fjárhæð rúmlega 141 milljón króna. Vildi að fésektarlágmark ætti ekki við Maðurinn játaði sök fyrir dómi en krafðist þess að fésektarlágmark, sem er að lágmarki tvöföld þeirri skattfjárhæð sem um ræðir, ætti ekki við í málinu. Lagði hann fram gögn sem sýndu að á tímabilinu 8. október 2019 til 4. maí 2020 hafi 128,5 milljónir króan verið greiddar inn á skattskuldir einkahlutafélagsins en einungis 809 þúsund krónur farið inn á höfuðstól krafna þeirra virðisaukaskattskulda sem ákært var fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur leit meðal annars til þess að maðurinn játaði greiðlega sök í málinu.Vísir/Vilhelm. Var bent á að hefði maðurinn óskað þess að greiðslurnar rynnu inn á höfuðstól kröfu vegna ógreidds virðisaukaskatts hefði krafan vegna hans einungis numið rúmlega þrettán milljónum króna. Í dómi héraðsdóms segir að til þess að fésektarlágmark eigi ekki við þyrfti eigi minna en þriðjungur þess sem gjaldfallið var að vera greitt, því teldust greiðslurnar í þessu tilfelli ekki vera verulegar. Var fésektarlágmar því látið gilda. Litið til greiðlegrar játningar Alls þarf maðurinn því að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna, eða tvöfalda þá skattupphæð sem um ræðir í málinu. Greiði maðurinn ekki skuldina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta 360 daga fangelsi. Þá var maðurinn einnig dæmdur í 24 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og að litið hafi verið til greiðlegrar játningar hans í málinu.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira