„Síðan er búin að fara þriggja ára vinna í að byggja allar vélar til að geta náð því markmiði" Elísabet Hanna skrifar 2. maí 2022 18:05 Plastplan er hönnunar studio og plast endurvinnsla sem var stofnað árið 2019. Aðsend. Teymið Plastplan átti sér stóra drauma, tóku sér þrjú ár í að gera drauminn að raunveruleika og í dag hafa þau meðal annars hannað útihúsgögn fyrir Reykjavíkurborg og infrastrúktúr fyrir heilt kaffihús. Blaðamaður hafði samband við teymið sem er að fara að frumsýna nýja línu á HönnunarMars í vikunni. Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Við hjá Plastplan erum mjög spennt fyrir hátíðinni þar sem við munum kynna nýja vörulínu sem ber nafnið „Everyday" í fyrsta skipti á sýningunnu „Frumgerð" í Gallery Port á hátíðinni. Þetta endurnýtta efni verður að húsgögnum, skeið eða hverju sem er.Aðsend. Hvernig kviknaði hugmyndin?Við stofnuðum Plastplan árið 2019 með það markmið að framleiða verðmæta nytjahluti úr endurunni plasti. Í upphafi dreymdi okkur um að framleiða húsgögn og stóra vandaða muni úr plastinu og síðan er búin að fara þriggja ára vinna í að byggja allar vélar til að geta náð því markmiði. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hver voru fyrstu skrefin í að framkvæma hana?Við höfum þurft að læra heilmarkt um endurvinnslu, vélahönnun og vöruþróun til að klára hönnun fyrstu vörulínunnar okkar, „Everyday". Við lærðum mikið af fyrsta stóra hönnunarverkefninu okkar þegar við hönnuðum og byggðum allan infrastrúktúr fyrir nýtt kaffihús og safn sem heitir Höfuðstöðin og höldum áfram að byggja ofan á þá þekkingu. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvernig viðbrögð hefur hönnunin verið að fá?Við munum sýna línuna „Everyday" í fyrsta skipti á HönnunarMars og erum virkilega spennt að sjá hver viðbrögðin verða, sjálf erum við hæst ánægð! Er framleiðslan sambærileg einhverju sem er í gangi í dag?Ferlarnir okkar eru að miklu leiti byggð á Precious Plastic samtökunum, þar sem Björn Steinar vann árið 2017 við að þróa vélar til plastendurvinnslu, en þó er lítið af dæmum um jafn sérhæfð hönnunarstudio og okkar. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað hefur verið skemmtilegasta verkefnið hjá ykkur til þessa?Það hefur verið virkilega gaman að fylgja eftir samstörfum við níu fyrirtæki sem við eigum í mánaðarlegu samstarfi við; A4, Byko, Blush, Iceland Air, Ikea, Íslenska Gámafélagið, Krónuna, Maul og 66° Norður, en þess fyrir utan standa tvö verkefni uppúr, Borgarvin útihúsgögn hönnuð fyrir Reykjavíkurborg og Höfuðstöðin. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað er framundan?Framundan er stanslaus endurvinnsla og þróun á skemmtilegum afurðum bæði fyrir samstarfsaðilana okkar og sömuleiðis eigin vörulínur sambærilegri þeirri sem við frumsýnum í Gallery Port. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars. 1. maí 2022 07:30 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við teymið sem er að fara að frumsýna nýja línu á HönnunarMars í vikunni. Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Við hjá Plastplan erum mjög spennt fyrir hátíðinni þar sem við munum kynna nýja vörulínu sem ber nafnið „Everyday" í fyrsta skipti á sýningunnu „Frumgerð" í Gallery Port á hátíðinni. Þetta endurnýtta efni verður að húsgögnum, skeið eða hverju sem er.Aðsend. Hvernig kviknaði hugmyndin?Við stofnuðum Plastplan árið 2019 með það markmið að framleiða verðmæta nytjahluti úr endurunni plasti. Í upphafi dreymdi okkur um að framleiða húsgögn og stóra vandaða muni úr plastinu og síðan er búin að fara þriggja ára vinna í að byggja allar vélar til að geta náð því markmiði. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hver voru fyrstu skrefin í að framkvæma hana?Við höfum þurft að læra heilmarkt um endurvinnslu, vélahönnun og vöruþróun til að klára hönnun fyrstu vörulínunnar okkar, „Everyday". Við lærðum mikið af fyrsta stóra hönnunarverkefninu okkar þegar við hönnuðum og byggðum allan infrastrúktúr fyrir nýtt kaffihús og safn sem heitir Höfuðstöðin og höldum áfram að byggja ofan á þá þekkingu. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvernig viðbrögð hefur hönnunin verið að fá?Við munum sýna línuna „Everyday" í fyrsta skipti á HönnunarMars og erum virkilega spennt að sjá hver viðbrögðin verða, sjálf erum við hæst ánægð! Er framleiðslan sambærileg einhverju sem er í gangi í dag?Ferlarnir okkar eru að miklu leiti byggð á Precious Plastic samtökunum, þar sem Björn Steinar vann árið 2017 við að þróa vélar til plastendurvinnslu, en þó er lítið af dæmum um jafn sérhæfð hönnunarstudio og okkar. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað hefur verið skemmtilegasta verkefnið hjá ykkur til þessa?Það hefur verið virkilega gaman að fylgja eftir samstörfum við níu fyrirtæki sem við eigum í mánaðarlegu samstarfi við; A4, Byko, Blush, Iceland Air, Ikea, Íslenska Gámafélagið, Krónuna, Maul og 66° Norður, en þess fyrir utan standa tvö verkefni uppúr, Borgarvin útihúsgögn hönnuð fyrir Reykjavíkurborg og Höfuðstöðin. View this post on Instagram A post shared by Plastplan (@plastplan) Hvað er framundan?Framundan er stanslaus endurvinnsla og þróun á skemmtilegum afurðum bæði fyrir samstarfsaðilana okkar og sömuleiðis eigin vörulínur sambærilegri þeirri sem við frumsýnum í Gallery Port. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars. 1. maí 2022 07:30 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Orð frá ókunnugum í sundi enduðu á kaffibollum Samskipti manna og fugla, fagurfræði fuglabaða, samræður ókunnugra og gott kaffi er meðal viðfangsefna hjá Studio allsber á HönnunarMars í ár. Þetta skapandi teymi var stofnað árið 2020 og samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttir, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur en þær leira keramikmuni með dass af leikgleði og einföldu handverki. Blaðamaður hafði samband við þær og tók púlsinn fyrir HönnunarMars. 1. maí 2022 07:30
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning