Fengu 674 kíló að meðaltali á fyrsta degi strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2022 11:56 Fagra Fríða í Akraneshöfn í gærkvöldi. Sigfús Jónsson strandveiðisjómaður við stýrið. Arnar Halldórsson 132 bátar reru á fyrsta degi strandveiðanna í gær og nam aflinn samtals 89,6 tonnum. Meðalafli á bát var þannig 674 kíló, samkvæmt samantekt Fiskistofu. „Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41