Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2022 15:29 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17
Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31