Innlent

Fimm til átta sækja um embætti rektors MR og skólameistara Kvennó og MA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
MR-ingar fá nýjan rektor.
MR-ingar fá nýjan rektor. Vísir/Vilhelm

Mennta- og barnamálaráðuneytinu barst 21 umsókn um embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík og skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku.

Sex sóttu um embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík en einn dró umsókn sína til baka. Umsækjendur eru:

  • Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari
  • Einar Hreinsson, konrektor
  • Grégory D. Ferdinand Cattaneo, sölu- og verkefnastjóri
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sviðsstjóri
  • Sólveig Guðrún Hannesdóttir, framhaldsskólakennari/fagstjóri

Átta sóttu um embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík:

  • Alma Oddgeirsdóttir, brautastjóri
  • Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður
  • Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari
  • Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, skólameistari
  • Einar Hreinsson, konrektor
  • Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir, kennari
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sviðsstjóri
  • Þorkell Hjálmarsson Diego, yfirkennari

Sjö sóttu um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri:

  • Alma Oddgeirsdóttir, brautastjóri
  • Ásta Fönn Flosadóttir, skólastjóri
  • Karl Frímannsson, sviðsstjóri
  • Kristín Elva Viðarsdóttir, skólasálfræðingur
  • Ómar Örn Magnússon, doktorsnemi
  • Sigurlaug A. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari
  • Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri

Skipað verður í öll embættin frá 1. ágúst næstkomandi. 

Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættin til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×