Jón Stefán: „Markmaðurinn okkar vinnur þennan leik fyrir okkur” Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 21:53 Jón Stefán Jónsson (t.v.) var eðlilega sáttur við sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19