Í bann hjá KSÍ í sex mánuði vegna fölsunar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 08:31 Víkingur Ólafsvík þarf að greiða samtals 160.000 krónur í sekt fyrir að falsa leikskýrslu. vísir/twitter-síða Víkings Ó. Víkingur Ólafsvík þarf að greiða 160.000 króna sekt og Kristján Björn Ríkharðsson að sæta sex mánaða banni frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands vegna fölsunar á leikskýrslu. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem birt var í gær. Knattspyrnudeild ÍR kærði Víkinga fyrir að nota ólöglegan leikmann þegar liðin mættust 26. mars í B-deild Lengjubikars karla. Víkingar viðurkenndu brot sitt en sögðust hafa fengið samþykki ÍR-inga fyrir fram fyrir því að ekki yrðu gerðar athugasemdir við það, þar sem að úrslit leiksins hefðu ekki haft nein teljandi áhrif á keppnina. Skoraði í leiknum Um var að ræða erlendan leikmann, sem ekki er nefndur á nafn í kærunni, sem ekki var kominn með íslenska kennitölu en lék í treyju númer 11 í leiknum. Kristófer Daði Kristjánsson var skráður með það númer á leikskýrslu en tók engan þátt í leiknum. Vildu Víkingar, sem leika undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarsonar, að erlendi leikmaðurinn næði að spila með liðinu áður en að tímabilið hæfist í 2. deild. Leikmaðurinn gerði það og skoraði í 2-1 sigri Víkinga í leiknum. ÍR-ingum hefur hins vegar nú verið úrskurðaður 3-0 sigur. Þar að auki hlaut fyrrnefndur Kristján Björn refsingu. Hann var skráður í liðsstjórn Víkings í leiknum og álitinn bera ábyrgð á fölsun leikskýrslunnar enda kvittaði hann undir skýrsluna. Svipað atvik kom upp í mars þegar Haukar fölsuðu leikskýrslu fyrir leik gegn ÍH en þá var stjórnarmaður Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum. Þar sem að Kristján Björn er ekki í stjórn Víkings var hann ekki úrskurðaður í bann frá stjórnunarstörfum heldur í sex mánaða keppnisbann. Hin breyttu úrslit þýða að ÍR vann alla leiki sína í 1. riðli B-deildar Lengjubikarsins og endaði með 15 stig en með því að vera úrskurðað tap endaði Víkingur í 6. og neðsta sæti með 4 stig. Úrslitin breyta því ekki að ÍR komst í úrslitaleik B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni. Íslenski boltinn KSÍ Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sjá meira
Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem birt var í gær. Knattspyrnudeild ÍR kærði Víkinga fyrir að nota ólöglegan leikmann þegar liðin mættust 26. mars í B-deild Lengjubikars karla. Víkingar viðurkenndu brot sitt en sögðust hafa fengið samþykki ÍR-inga fyrir fram fyrir því að ekki yrðu gerðar athugasemdir við það, þar sem að úrslit leiksins hefðu ekki haft nein teljandi áhrif á keppnina. Skoraði í leiknum Um var að ræða erlendan leikmann, sem ekki er nefndur á nafn í kærunni, sem ekki var kominn með íslenska kennitölu en lék í treyju númer 11 í leiknum. Kristófer Daði Kristjánsson var skráður með það númer á leikskýrslu en tók engan þátt í leiknum. Vildu Víkingar, sem leika undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarsonar, að erlendi leikmaðurinn næði að spila með liðinu áður en að tímabilið hæfist í 2. deild. Leikmaðurinn gerði það og skoraði í 2-1 sigri Víkinga í leiknum. ÍR-ingum hefur hins vegar nú verið úrskurðaður 3-0 sigur. Þar að auki hlaut fyrrnefndur Kristján Björn refsingu. Hann var skráður í liðsstjórn Víkings í leiknum og álitinn bera ábyrgð á fölsun leikskýrslunnar enda kvittaði hann undir skýrsluna. Svipað atvik kom upp í mars þegar Haukar fölsuðu leikskýrslu fyrir leik gegn ÍH en þá var stjórnarmaður Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum. Þar sem að Kristján Björn er ekki í stjórn Víkings var hann ekki úrskurðaður í bann frá stjórnunarstörfum heldur í sex mánaða keppnisbann. Hin breyttu úrslit þýða að ÍR vann alla leiki sína í 1. riðli B-deildar Lengjubikarsins og endaði með 15 stig en með því að vera úrskurðað tap endaði Víkingur í 6. og neðsta sæti með 4 stig. Úrslitin breyta því ekki að ÍR komst í úrslitaleik B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni.
Íslenski boltinn KSÍ Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sjá meira