Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 08:02 Karlarnir fá sér kaffibolla á Olís-bensínstöðinni í Bolungarvík. vísir/bjarni Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. Í Bolungarvík búa 956 manns. Í bæjarstjórn sitja sjö bæjarfulltrúar; Sjálfstæðismenn og óháðir með fjóra og þar af leiðandi hreinan meirihluta en K-listi Máttar meyja og manna í minnihluta með þrjá. Við litum við í Bolungarvík nýlega og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar: Jón Páll Hreinsson var ráðinn inn sem bæjarstjóri af meirihlutanum. „Það sem hefur gerst á svona undanförnum tólf til átján mánuðum er að að það hafa verið gríðarlegar sviptingar í atvinnumálum í Bolungarvík, við erum komin með mjög sterk fyrirtæki“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann nefnir þar fiskeldi og útgerðina Jakob Valgeir sem eru í vexti og svo nýju mjólkurvinnsluna Örnu. Og þessu fylgir atvinna sem kallar á fleira fólk í Bolungarvík. Jón Páll hefur verið bæjarstjóri í Bolungarvík frá árinu 2016.vísir/bjarni „Það er fyrirséð að hérna mun fólki fjölga á næstu árum. Einhver hundruð manns munu þurfa að flytja til Bolungarvíkur,“ segir Jón Páll. Laxeldi og fleiri störf En hvað segja Bolvíkingar um kosningarnar? Á Olís-bensínstöð bæjarins sitja karlarnir í kaffi þegar fréttastofa kíkir við. Sigurgeir Sigurgeirsson er matreiðslumaður: „Ég vil bara að bænum sé stjórnað almennilega. Þetta á bara að vera lítið samfélag og það eiga bara að vera menn sem stjórna þessu. Það eiga ekkert að vera neinir flokkar finnst mér,“ segir Sigurgeir sem kveðst þó vera sáttur með uppbygginguna sem á sér nú stað í bænum. Sigurgeir vill leggja niður flokkakerfið í Bolungarvík en slíkt persónukjör tíðkast nú víða á Vestfjörðum.vísir/bjarni Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður þarf ekki að hugsa sig um tvisvar spurður hvert stærsta kosningamálið í ár sé: „Ég er búinn að segja það oft og ég segi það einu sinni enn. Ég vil fá laxeldi í bæinn. Og ekkert múður með það. Og bara fullt af fólki til að vinna. Ef við getum skaffað okkur hundrað manns, eða 150 manns, þá getur munað um það í svona bæ,“ segir Jón Vignir sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn fái sitt atkvæði. Jón Vignir kveðst alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og ekki fer hann að breyta því núna.vísir/bjarni Jakob Ragnarsson, starfsmaður bensínstöðvarinnar, er sammála Jóni í því að það verði að fá fleira fólk í bæinn: „Okkur vantar iðnaðarmenn; pípara, rafvirkja, smiði og allt. Svo eru karlarnir í smiðjunum að verða gamlir. Það þarf að yngja upp,“ segir hann. Jakob segir að yngja þurfi upp í verksmiðjum bæjarins.vísir/bjarni Útlit bæjarins til stórrar skammar Og konurnar á hjúkrunarheimilinu Bergi sitja einnig í kaffi þegar við kíkjum við þar. Þær sitja sko ekki á skoðunum sínum þar. Marta Sveinbjörnsdóttir er einn af íbúum Bergs: „Mér finnst það fyrst og fremst að bæjarstjórnin og þeir sem eiga að hugsa um bæinn að þeir sjái um að hafa snyrtilegt og þrifalegt hérna. Því það er til stórrar skammar ef maður gengur hérna um bæinn hvernig hann lítur út,“ segir Marta. Marta er með það á hreinu hvað betur megi fara í Bolungarvík: Það verður að hreinsa göturnar betur og gera bæinn fallegri.vísir/bjarni Það sé alls ekki hugað nógu vel að þrifum í bænum. „Sú var tíðin að Bolungarvík var talin með þrifalegustu og fallegustu smábæjum hérna á Vestfjörðum en því miður er allt á verri veginn.“ Og Bjarnveig Sigurborg Samúelsdóttir er henni sammála: „Í næstu kosningum er náttúrulega aðalmálið að laga til í bænum. En við erum sennilega svo blönk að við getum það ekki,“ segir,“ segir Bjargveig. Hún er þó virkilega sátt við uppbyggingu bæjarins á síðustu mánuðum. Bjarnveig er ánægð með að unga fólkið sem flutti úr bænum sé að snú aftur heim í auknum mæli.vísir/bjarni „Svo ætla ég að segja það að ég er svo glöð yfir því hvað við erum að ná okkur upp með atvinnu og unga fólkið það er að koma heim. Og það gleður mig rosalega,“ segir hún. Já, allir virðast hæst ánægðir með uppbygginguna sem er að eiga sér stað á svæðinu en eins og heyra mátti eru alls kyns önnur mál sem brenna á bæjarbúum. Hvort þeim finnist K-listinn eða Sjálfstæðismenn álitlegri kostur til að taka það að sér að laga þau kemur í ljós eftir rúma viku. Bolungarvík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Vinnumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Í Bolungarvík búa 956 manns. Í bæjarstjórn sitja sjö bæjarfulltrúar; Sjálfstæðismenn og óháðir með fjóra og þar af leiðandi hreinan meirihluta en K-listi Máttar meyja og manna í minnihluta með þrjá. Við litum við í Bolungarvík nýlega og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar: Jón Páll Hreinsson var ráðinn inn sem bæjarstjóri af meirihlutanum. „Það sem hefur gerst á svona undanförnum tólf til átján mánuðum er að að það hafa verið gríðarlegar sviptingar í atvinnumálum í Bolungarvík, við erum komin með mjög sterk fyrirtæki“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann nefnir þar fiskeldi og útgerðina Jakob Valgeir sem eru í vexti og svo nýju mjólkurvinnsluna Örnu. Og þessu fylgir atvinna sem kallar á fleira fólk í Bolungarvík. Jón Páll hefur verið bæjarstjóri í Bolungarvík frá árinu 2016.vísir/bjarni „Það er fyrirséð að hérna mun fólki fjölga á næstu árum. Einhver hundruð manns munu þurfa að flytja til Bolungarvíkur,“ segir Jón Páll. Laxeldi og fleiri störf En hvað segja Bolvíkingar um kosningarnar? Á Olís-bensínstöð bæjarins sitja karlarnir í kaffi þegar fréttastofa kíkir við. Sigurgeir Sigurgeirsson er matreiðslumaður: „Ég vil bara að bænum sé stjórnað almennilega. Þetta á bara að vera lítið samfélag og það eiga bara að vera menn sem stjórna þessu. Það eiga ekkert að vera neinir flokkar finnst mér,“ segir Sigurgeir sem kveðst þó vera sáttur með uppbygginguna sem á sér nú stað í bænum. Sigurgeir vill leggja niður flokkakerfið í Bolungarvík en slíkt persónukjör tíðkast nú víða á Vestfjörðum.vísir/bjarni Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður þarf ekki að hugsa sig um tvisvar spurður hvert stærsta kosningamálið í ár sé: „Ég er búinn að segja það oft og ég segi það einu sinni enn. Ég vil fá laxeldi í bæinn. Og ekkert múður með það. Og bara fullt af fólki til að vinna. Ef við getum skaffað okkur hundrað manns, eða 150 manns, þá getur munað um það í svona bæ,“ segir Jón Vignir sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn fái sitt atkvæði. Jón Vignir kveðst alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og ekki fer hann að breyta því núna.vísir/bjarni Jakob Ragnarsson, starfsmaður bensínstöðvarinnar, er sammála Jóni í því að það verði að fá fleira fólk í bæinn: „Okkur vantar iðnaðarmenn; pípara, rafvirkja, smiði og allt. Svo eru karlarnir í smiðjunum að verða gamlir. Það þarf að yngja upp,“ segir hann. Jakob segir að yngja þurfi upp í verksmiðjum bæjarins.vísir/bjarni Útlit bæjarins til stórrar skammar Og konurnar á hjúkrunarheimilinu Bergi sitja einnig í kaffi þegar við kíkjum við þar. Þær sitja sko ekki á skoðunum sínum þar. Marta Sveinbjörnsdóttir er einn af íbúum Bergs: „Mér finnst það fyrst og fremst að bæjarstjórnin og þeir sem eiga að hugsa um bæinn að þeir sjái um að hafa snyrtilegt og þrifalegt hérna. Því það er til stórrar skammar ef maður gengur hérna um bæinn hvernig hann lítur út,“ segir Marta. Marta er með það á hreinu hvað betur megi fara í Bolungarvík: Það verður að hreinsa göturnar betur og gera bæinn fallegri.vísir/bjarni Það sé alls ekki hugað nógu vel að þrifum í bænum. „Sú var tíðin að Bolungarvík var talin með þrifalegustu og fallegustu smábæjum hérna á Vestfjörðum en því miður er allt á verri veginn.“ Og Bjarnveig Sigurborg Samúelsdóttir er henni sammála: „Í næstu kosningum er náttúrulega aðalmálið að laga til í bænum. En við erum sennilega svo blönk að við getum það ekki,“ segir,“ segir Bjargveig. Hún er þó virkilega sátt við uppbyggingu bæjarins á síðustu mánuðum. Bjarnveig er ánægð með að unga fólkið sem flutti úr bænum sé að snú aftur heim í auknum mæli.vísir/bjarni „Svo ætla ég að segja það að ég er svo glöð yfir því hvað við erum að ná okkur upp með atvinnu og unga fólkið það er að koma heim. Og það gleður mig rosalega,“ segir hún. Já, allir virðast hæst ánægðir með uppbygginguna sem er að eiga sér stað á svæðinu en eins og heyra mátti eru alls kyns önnur mál sem brenna á bæjarbúum. Hvort þeim finnist K-listinn eða Sjálfstæðismenn álitlegri kostur til að taka það að sér að laga þau kemur í ljós eftir rúma viku.
Bolungarvík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Vinnumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira