Coat-19: Geggjuð úlpa fyllt með notuðum andlitsgrímum Helgi Ómarsson skrifar 5. maí 2022 15:31 Tobia Zambotti klæðist verki sínu Coat-19 Helgi Omars Tobia Zambotti og Aleksi Saastamoinen vekja athygli á hinni miklu mengun sem fylgdi notkun á einnota grímum í faraldrinum svo þeir gerðu ótrúlega netta úlpu sem var til sýnis í Hörpunni í gær. Harpan var stútfullt af gestum í gær þegar HönnunarMars 2022 var formlega sett. Það má segja að úlpan Coat-19 hafi vakið mikla athygli áður en fólk fékk að berja hana augum. Coat-19 úlpan er nefnilega fyllt af gömlum og notuðum andlitsgrímum sem voru að menga stræti og náttúru umhverfi borgarinnar. Tobia Zambotti hönnuður úlpunnar tók ekkert smá vel á móti mér og Svönu þegar við stálumst til hans rétt eftir lokun og fengum að blasta forvitni okkar á manninn. Tobia Zambotti og Helgi Ómarsson í góðum gír eftir lokun sýningarSvana Lovísa Tobia sagði að setja á sig gúmmíhanska og rölta um götur Reykjavíkurborgar hafi verið sérstök tilfinning en að lokaútkoman hafi gert það þess verði. Ég fékk persónulega að prófa úlpuna og fannst það mikill heiður, en það kom mér skemmtilega á óvart hversu hrein, ótrúlega vel gerð og einnig hversu flott hún var þegar ég klæddi mig í hana. Ég var búinn að gera mér aðra hugmynd um hvernig hún væri, en hún er gerð úr gegnsæju, vatns og vinheldu marglaga efni sem andar vel og er efnið einnig gert úr lífrænum efnum. Coat-19 eftir Tobia Zambotti og Aleksi SaastamoinenHelgi Omars Ég hefði áhuga á að eignast svona úlpu, en kannski ekki með grímum, en einhverju öðru sem væri rosa sjálfbært og fallegt. Coat-19 eftir Tobia Zambotti & Aleksi SaastamoinenHelgi Ómars Hægt er að sjá Coat-19 á S/K/E/K/K á Óðinsgata 1 í dag, 5 maí áður en hún fer á ferðalag um heiminn. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars í ár Hátíðin HönnunarMars verður sett formlega í Hörpu síðar í dag. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga. 4. maí 2022 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Harpan var stútfullt af gestum í gær þegar HönnunarMars 2022 var formlega sett. Það má segja að úlpan Coat-19 hafi vakið mikla athygli áður en fólk fékk að berja hana augum. Coat-19 úlpan er nefnilega fyllt af gömlum og notuðum andlitsgrímum sem voru að menga stræti og náttúru umhverfi borgarinnar. Tobia Zambotti hönnuður úlpunnar tók ekkert smá vel á móti mér og Svönu þegar við stálumst til hans rétt eftir lokun og fengum að blasta forvitni okkar á manninn. Tobia Zambotti og Helgi Ómarsson í góðum gír eftir lokun sýningarSvana Lovísa Tobia sagði að setja á sig gúmmíhanska og rölta um götur Reykjavíkurborgar hafi verið sérstök tilfinning en að lokaútkoman hafi gert það þess verði. Ég fékk persónulega að prófa úlpuna og fannst það mikill heiður, en það kom mér skemmtilega á óvart hversu hrein, ótrúlega vel gerð og einnig hversu flott hún var þegar ég klæddi mig í hana. Ég var búinn að gera mér aðra hugmynd um hvernig hún væri, en hún er gerð úr gegnsæju, vatns og vinheldu marglaga efni sem andar vel og er efnið einnig gert úr lífrænum efnum. Coat-19 eftir Tobia Zambotti og Aleksi SaastamoinenHelgi Omars Ég hefði áhuga á að eignast svona úlpu, en kannski ekki með grímum, en einhverju öðru sem væri rosa sjálfbært og fallegt. Coat-19 eftir Tobia Zambotti & Aleksi SaastamoinenHelgi Ómars Hægt er að sjá Coat-19 á S/K/E/K/K á Óðinsgata 1 í dag, 5 maí áður en hún fer á ferðalag um heiminn. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars í ár Hátíðin HönnunarMars verður sett formlega í Hörpu síðar í dag. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga. 4. maí 2022 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutengdir viðburðir á HönnunarMars í ár Hátíðin HönnunarMars verður sett formlega í Hörpu síðar í dag. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru rúmlega 100 sýningar og 200 viðburðir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi næstu daga. 4. maí 2022 15:30