Útrýmum umönnunarbilinu Dagný Aradóttir Pind skrifar 6. maí 2022 07:31 Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Leikskólar Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Dagný Aradóttir Pind Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun