Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. maí 2022 18:25 Súðavíkurhlíðin getur reynst hættuleg. Stöð 2 Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin. Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“ Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Við sunnanvert Ísafjarðardjúp stendur nokkuð stórt en fámennt sveitarfélag. Súðavíkurhreppur en þar búa ekki nema 215 manns. Í sveitarstjórn sitja fimm fulltrúar. Í meirihluta eru þrír frá Hreppslistanum en í minnihluta tveir frá Víkurlistanum. En nú á að breyta þessu kerfi og efna til óhlutbundinna kosninga í annað skipti í sögu sveitarfélagsins. Það virkar þannig að allir sem eru kjörgengir í sveitarfélaginu, samtals 174, gætu verið kosnir í þessa fimm manna sveitarstjórn af sveitungum sínum og verða að vinna saman út kjörtímabilið. Fátt annað en göng komast að fyrir kosningar En hver eru stærstu málin fyrir íbúum Súðarvíkurhrepps á næsta kjörtímabili? Svarið virðist einfalt. Við litum við í Álftaveri í Súðavík þar sem finna má bæjarskrifstofurnar en einnig félagsaðstöðu eldri borgara. „Ja, við höfum nú alltaf verið að berjast fyrir því að fá jarðgöng hérna á milli, mér finnst það nú bara vera númer eitt, tvö og þrjú í rauninni. Það hefur verið hitamálið hérna,“ segir Oddný Elínborg Bergsdóttir. Oddný Elínborg Bergsdóttir. Og vinkona Oddnýjar, Rannveig Jóna Ragnarsdóttir, er sammála henni: „Það brennur nú mest á að við fáum göng hérna. Og bara kannski fleiri atvinnutækifæri.“ Rannveig Jóna Ragnarsdóttir. Samúel Snær Jónasson verktaki er einmitt í miðjum klíðum við að taka grjót úr Súðavíkurhlíð þegar við rekumst á hann. Hann væri til í göng til Ísafjarðar. „Jú það væri ekki leiðinlegt. Eins og þú sérð hérna fyrir aftan mig þá er hlíðin alveg hryllileg. Nóg af grjóthruni og snjóflóðum,“ segir hann. Sigurður Ingi veit það Já, göng yfir til Ísafjarðar eru mjög greinilega það sem Súðvíkingar vilja. Ástand Súðavíkurvegar er vandamálið en þar falla árlega snjóflóð og er grjóthrun ansi mikið á veginum. Bragi Þór Thoroddsen er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og hann er vel meðvitaður um vilja íbúa. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. „Já, þetta hefur alveg gríðarleg áhrif í samfélagið hérna. Það eru margir sem veigra sér við að keyra þennan vetrarveg,“ segir Bragi. Og lausnin á ástandinu er aðeins ein að hans mati: „Sigurður Ingi veit það. Við erum auðvitað að tala um göng hér. Það er eina raunhæfa lausnin, það segir sig bara sjálft. Þú getur ekki stýrt því hvað fellur mikið af úrkomu í snjókomu yfir veturinn.“
Súðavíkurhreppur Vegagerð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Náttúruhamfarir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira