Fyrsta þeldökka manneskjan til að sinna stöðu upplýsingafulltrúa Hvíta hússins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 22:17 Karine Jean-Pierre er bæði fyrstsa þeldökka og fyrsta opinberlega hinsegin manneskjan sem sinnir starfi upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Getty/Alex Wong Karine Jean-Pierre verður bæði fyrsta þeldökka manneskjan og fyrsta manneskjan sem er opinberlega hinsegin til þess að sinna stöðu upplýsingafulltrúa Hvíta hússins. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti það í dag að Jean-Pierre muni taka við hlutverkinu í næstu viku. Jean-Pierre hefur starfað á skrifstofu upplýsingafulltrúa Hvíta hússins síðan Biden tók við embætti en hún mun taka við stöðu upplýsingafulltrúa af Jen Psaki í lok næstu viku. Upplýsingafulltrúar Hvíta hússins mæta daglega til blaðamannafunda og fylgir starfinu því mikið álag. Psaki sagði upp starfi sínu eftir að hafa fengið starf hjá fréttastofu MSNBC. Hún skrifar á Twitter að arftaki hennar sé „mögnuð kona“ með sterka siðferðiskennd. I can t wait to see her shine as she brings her own style, brilliance and grace to the podium.— Jen Psaki (@PressSec) May 5, 2022 Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins getur verið mjög áberandi fígúra í bandarískum stjórnmálum, enda í daglegum samskiptum við fjölmiðla og svarandi spurningum um það sem gengur á innan veggja Hvíta húsins. Þetta er fyrsta skiptið sem hörundsdökkur maður sinnir starfinu og auk þess í fyrsta sinn sem upplýsingafulltrúinn er opinberlega hinsegin. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að Jean-Pierre hafi rúmlega tveggja áratuga reynslu af stjórnmálastarfi Demókrataflokksins en hún starfaði áður sem greinandi fyrir MSNBC. Hún fæddist á frönsku eyjunni Martinique í Karíbahafi en ólst upp í Queens í New York og starfaði innan ríkisstjórnar Baracks Obama. Áður en hún gekk til liðs við skrifstofu upplýsingafulltrúa Hvíta hússins var hún starfsmannastjóri Kamölu Harris, núverandi varaforseta, eftir að hún var útnefnd varaforsetaefni Bidens. Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Jean-Pierre hefur starfað á skrifstofu upplýsingafulltrúa Hvíta hússins síðan Biden tók við embætti en hún mun taka við stöðu upplýsingafulltrúa af Jen Psaki í lok næstu viku. Upplýsingafulltrúar Hvíta hússins mæta daglega til blaðamannafunda og fylgir starfinu því mikið álag. Psaki sagði upp starfi sínu eftir að hafa fengið starf hjá fréttastofu MSNBC. Hún skrifar á Twitter að arftaki hennar sé „mögnuð kona“ með sterka siðferðiskennd. I can t wait to see her shine as she brings her own style, brilliance and grace to the podium.— Jen Psaki (@PressSec) May 5, 2022 Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins getur verið mjög áberandi fígúra í bandarískum stjórnmálum, enda í daglegum samskiptum við fjölmiðla og svarandi spurningum um það sem gengur á innan veggja Hvíta húsins. Þetta er fyrsta skiptið sem hörundsdökkur maður sinnir starfinu og auk þess í fyrsta sinn sem upplýsingafulltrúinn er opinberlega hinsegin. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að Jean-Pierre hafi rúmlega tveggja áratuga reynslu af stjórnmálastarfi Demókrataflokksins en hún starfaði áður sem greinandi fyrir MSNBC. Hún fæddist á frönsku eyjunni Martinique í Karíbahafi en ólst upp í Queens í New York og starfaði innan ríkisstjórnar Baracks Obama. Áður en hún gekk til liðs við skrifstofu upplýsingafulltrúa Hvíta hússins var hún starfsmannastjóri Kamölu Harris, núverandi varaforseta, eftir að hún var útnefnd varaforsetaefni Bidens.
Bandaríkin Hinsegin Joe Biden Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira