Nova hagnaðist um 1,5 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 10:16 Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova. Aðsend Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna árið 2021 eftir skatta. Tekjuvöxtur á árinu fyrir einskiptisliði var 7% miðað við árið 2020. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,2 milljörðum króna fyrir einskiptisliði samanborið við 2,8 milljarða króna árið 2020. Félagið hagnaðist um 1,1 milljarð króna árið 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nova en þar segir að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 3,5 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Markmiðið með aukningunni sé að styðja frekar við fjárfestingar í 5G-fjarskiptakerfi Nova og styrkja efnahagsreikning félagsins. Þetta birtist í lækkun vaxtaberandi skulda og auknu handbæru fé. Áhrif hlutafjáraukningarinnar á efnahagsreikning Nova. Undirbúa skráningu á markað Eiginfjárhlutfall Nova verður tæp 34% eftir hlutafjáraukninguna og lækka skuldsetningarhlutföll. Að sögn stjórnenda hafa viðskiptavinir félagsins aldrei verið fleiri og Nova fjárfest fyrir um 12,0% til 13,5% af tekjum í innviðum sínum á síðustu árum. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, segir að góð afkoma ásamt hlutafjáraukningu muni gera fyrirtækinu kleift að leggja áfram áherslu á fjárfestingar í virkum innviðum, meðal annars uppbyggingu 5G. „Nova hefur verið í forystu í innleiðingu á nýjustu tækni í fjarskiptum. Einstakur hópur starfsfólks sem leggur sig fram við að veita góða þjónustu, ánægja viðskiptavina og forysta í tæknibreytingum hefur skilað Nova þessum rekstrarárangri.“ Áður hefur verið greint frá því að Nova undirbúi skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en stefnt er að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Fjarskipti Tengdar fréttir Nova undirbýr skráningu á markað Nova hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. 20. apríl 2022 10:03 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,2 milljörðum króna fyrir einskiptisliði samanborið við 2,8 milljarða króna árið 2020. Félagið hagnaðist um 1,1 milljarð króna árið 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nova en þar segir að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 3,5 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Markmiðið með aukningunni sé að styðja frekar við fjárfestingar í 5G-fjarskiptakerfi Nova og styrkja efnahagsreikning félagsins. Þetta birtist í lækkun vaxtaberandi skulda og auknu handbæru fé. Áhrif hlutafjáraukningarinnar á efnahagsreikning Nova. Undirbúa skráningu á markað Eiginfjárhlutfall Nova verður tæp 34% eftir hlutafjáraukninguna og lækka skuldsetningarhlutföll. Að sögn stjórnenda hafa viðskiptavinir félagsins aldrei verið fleiri og Nova fjárfest fyrir um 12,0% til 13,5% af tekjum í innviðum sínum á síðustu árum. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, segir að góð afkoma ásamt hlutafjáraukningu muni gera fyrirtækinu kleift að leggja áfram áherslu á fjárfestingar í virkum innviðum, meðal annars uppbyggingu 5G. „Nova hefur verið í forystu í innleiðingu á nýjustu tækni í fjarskiptum. Einstakur hópur starfsfólks sem leggur sig fram við að veita góða þjónustu, ánægja viðskiptavina og forysta í tæknibreytingum hefur skilað Nova þessum rekstrarárangri.“ Áður hefur verið greint frá því að Nova undirbúi skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en stefnt er að skráningu á fyrri helmingi þessa árs.
Fjarskipti Tengdar fréttir Nova undirbýr skráningu á markað Nova hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. 20. apríl 2022 10:03 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Nova undirbýr skráningu á markað Nova hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. 20. apríl 2022 10:03