Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 28-18 | Deildarmeistararnir með stórsigur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. maí 2022 21:15 Fram vann öruggan sigur í kvöld. vísir/bára Í kvöld hófust undanúrslitaeinvígin um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna. Í Safamýrinni fengu Framarar Eyjakonur í heimsókn. Lauk leiknum með stórsigri Fram, 28-18. Fram er því komið með einn vinning í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. ÍBV sigraði Stjörnuna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og tryggði sig þar með inn í undanúrslitin. Fór einvígi ÍBV og Stjörnunnar alla leið í oddaleik sem Eyjakonur sigruðu, 30-26. Framkonur sátu hins vegar hjá í fyrstu umferðinni eftir að hafa endað uppi sem deildarmeistarar. Þær léku því síðast keppnisleik fyrir rúmum þrem vikum, þá einmitt mættu þær ÍBV út í Eyjum. Lauk þeim leik með tveggja marka sigri ÍBV. Fram byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti. Liðið komst í 3-0 eftir fjögurra mínútna leik, en mínútu síðar skoraði ÍBV sitt fyrsta mark. Framkonur keyrðu af miklum krafti í bakið á ÍBV þegar færi gafst og gaf það mörg auðveld mörk. Staðan eftir 16 mínútur 8-3, heimakonum í vil. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé sem skilaði engu fyrir Eyjakonur nema marki fljótlega í bakið. Fram spiluðu frábæra vörn, en ÍBV skoraði aðeins sex mörk í fyrri hálfleik og aðeins þrjú þeirra komu eftir uppstillta sókn. Staðan í hálfleik 15-6, og mikill munur á liðunum hvert sem litið var. Skotnýtingin í fyrri hálfleik var aðeins 24 prósent hjá Eyjakonum. ÍBV kom mun betur til leiks í seinni hálfleik á meðan Fram virtist stíga af bensíngjöfinni, sem hafði verið í botni allan fyrri hálfleikinn. Staðan eftir tíu mínútur í seinni hálfleik 16-10. Framkonur hleyptu Eyjakonum ekki nær sér og juku forskot sitt aftur. Tíu marka munur á liðunum og tólf mínútur eftir. Á síðustu tíu mínútum leiksins nýttu báðir þjálfarar breidd liða sinna vel, þar sem minni spámenn fengu að spila. Úrslitin voru ráðin. Lokatölur 28-18. Af hverju vann Fram? Deildarmeistararnir sýndu mátt sitt, þrátt fyrir langt hlé frá keppni. Stórkostleg vörn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, ásamt miklum hraða og áhlaupum frá Fram. Það var einfaldlega eitthvað sem Eyjastúlkur réðu engan vegin við. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmenn Fram, skiluðu afbragðs dagsverki í sóknarleik síns liðs. Karen með sjö mörk og Þórey Rósa með sex. Annars var það, eins og áður segir, varnarleikur heimakvenna sem stóð upp úr. Ofan á það varði Hafdís Renötudóttir 13 skot (46,4 prósent varsla). Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV, í fyrri hálfleik aðallega. Mark á fimm mínútna fresti að meðaltali í fyrri hálfleik er ekki eitthvað sem skilar miklum árangri í nútíma handbolta. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta ÍBV, skoraði í síðasta leik 15 mörk en í kvöld voru þau núll og það úr ellefu skotum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á mánudagskvöldið út í Vestmannaeyjum klukkan 19:40. Sigurður Bragason um lið Fram: Gífurlega sterkar og stórar með sæmilegan markmann Sigurður, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var ekki par sáttur með frammistöðu sinna leikmanna í kvöld. Lið hans tapaði gegn Fram í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna, gegn Framkonum. Tíu marka tap staðreynd, 28-18. „Ég var ósáttur við fyrstu tíu mínúturnar í dag, leikurinn var þá eiginlega farinn. Það verður að segjast eins og er. Bara rosalega rangt hvernig reynslumiklir leikmenn koma inn í þetta, allt of over tjúnaðr, sóknar feilar, tækni feilar sem við erum ekkert búnar að vera að gera. Mér fannst við bara stressaðar og það er á mér definitely. Ég þarf að hjálpa þeim út úr því. Þetta var ekki það sem ég var að vonast til að sjá.“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var einungis sáttur með tíu mínútur í leiknum, en þann kafla vann ÍBV 1-4. „Ég var bara ánægður með tíu mínútna kafla í upphafi seinni. Ég var ekkert ósáttur við varnarleikinn, mér fannst hann alveg fínn. Það er í raun eina svona jákvæða sem ég get tekið út úr þessu, það var svona hvernig við byrjuðum seinni og ætluðum ekkert að gefast upp eða neitt þannig. Það var ekkert mikið annað sem ég gat verið sáttur við. Seinni hálfleikur var skárri en sá fyrri.“ Næsti leikur er á heimavelli ÍBV á mánudaginn kemur klukkan 19:40. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, ætlar að bjóða upp á allt annan leik þá frá sínu liði. „Við verðum að læra af þessu. Við verðum að skoða sóknarleikinn hjá okkur. Það má ekki taka það af Fram að þetta er heljarinnar varnarlið, gífurlega sterkar og stórar með sæmilegan markmann. Þannig að, auðvitað er þetta erfitt. Mér er samt alveg sama, við erum að gera aragrúa af því sem við ætluðum ekki að gera, skjóta yfir tvöfaldar blokkeringar og svona gloríur.“ „Þá er ekki litlu stelpurnar sem eru að spila undir restina heldur það voru mínir bestu leikmenn. Nú verð ég að leggjast yfir þetta og ég lofa betri leik á mánudaginn. Ég hef fulla trú á stelpunum og núna er þetta einvígi sem þarf að vinna þrjá. Þannig að þetta er ekki búið, bara als ekki, það var svona ræðan mín inn í klefa núna. Það er bara rúta í tvo tíma og svo skipið og svo er bara áfram gakk. Við tökum vel á móti þeim á mánudaginn.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Fram ÍBV
Í kvöld hófust undanúrslitaeinvígin um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna. Í Safamýrinni fengu Framarar Eyjakonur í heimsókn. Lauk leiknum með stórsigri Fram, 28-18. Fram er því komið með einn vinning í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. ÍBV sigraði Stjörnuna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og tryggði sig þar með inn í undanúrslitin. Fór einvígi ÍBV og Stjörnunnar alla leið í oddaleik sem Eyjakonur sigruðu, 30-26. Framkonur sátu hins vegar hjá í fyrstu umferðinni eftir að hafa endað uppi sem deildarmeistarar. Þær léku því síðast keppnisleik fyrir rúmum þrem vikum, þá einmitt mættu þær ÍBV út í Eyjum. Lauk þeim leik með tveggja marka sigri ÍBV. Fram byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti. Liðið komst í 3-0 eftir fjögurra mínútna leik, en mínútu síðar skoraði ÍBV sitt fyrsta mark. Framkonur keyrðu af miklum krafti í bakið á ÍBV þegar færi gafst og gaf það mörg auðveld mörk. Staðan eftir 16 mínútur 8-3, heimakonum í vil. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, tók þá leikhlé sem skilaði engu fyrir Eyjakonur nema marki fljótlega í bakið. Fram spiluðu frábæra vörn, en ÍBV skoraði aðeins sex mörk í fyrri hálfleik og aðeins þrjú þeirra komu eftir uppstillta sókn. Staðan í hálfleik 15-6, og mikill munur á liðunum hvert sem litið var. Skotnýtingin í fyrri hálfleik var aðeins 24 prósent hjá Eyjakonum. ÍBV kom mun betur til leiks í seinni hálfleik á meðan Fram virtist stíga af bensíngjöfinni, sem hafði verið í botni allan fyrri hálfleikinn. Staðan eftir tíu mínútur í seinni hálfleik 16-10. Framkonur hleyptu Eyjakonum ekki nær sér og juku forskot sitt aftur. Tíu marka munur á liðunum og tólf mínútur eftir. Á síðustu tíu mínútum leiksins nýttu báðir þjálfarar breidd liða sinna vel, þar sem minni spámenn fengu að spila. Úrslitin voru ráðin. Lokatölur 28-18. Af hverju vann Fram? Deildarmeistararnir sýndu mátt sitt, þrátt fyrir langt hlé frá keppni. Stórkostleg vörn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, ásamt miklum hraða og áhlaupum frá Fram. Það var einfaldlega eitthvað sem Eyjastúlkur réðu engan vegin við. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmenn Fram, skiluðu afbragðs dagsverki í sóknarleik síns liðs. Karen með sjö mörk og Þórey Rósa með sex. Annars var það, eins og áður segir, varnarleikur heimakvenna sem stóð upp úr. Ofan á það varði Hafdís Renötudóttir 13 skot (46,4 prósent varsla). Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV, í fyrri hálfleik aðallega. Mark á fimm mínútna fresti að meðaltali í fyrri hálfleik er ekki eitthvað sem skilar miklum árangri í nútíma handbolta. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta ÍBV, skoraði í síðasta leik 15 mörk en í kvöld voru þau núll og það úr ellefu skotum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á mánudagskvöldið út í Vestmannaeyjum klukkan 19:40. Sigurður Bragason um lið Fram: Gífurlega sterkar og stórar með sæmilegan markmann Sigurður, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var ekki par sáttur með frammistöðu sinna leikmanna í kvöld. Lið hans tapaði gegn Fram í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna, gegn Framkonum. Tíu marka tap staðreynd, 28-18. „Ég var ósáttur við fyrstu tíu mínúturnar í dag, leikurinn var þá eiginlega farinn. Það verður að segjast eins og er. Bara rosalega rangt hvernig reynslumiklir leikmenn koma inn í þetta, allt of over tjúnaðr, sóknar feilar, tækni feilar sem við erum ekkert búnar að vera að gera. Mér fannst við bara stressaðar og það er á mér definitely. Ég þarf að hjálpa þeim út úr því. Þetta var ekki það sem ég var að vonast til að sjá.“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var einungis sáttur með tíu mínútur í leiknum, en þann kafla vann ÍBV 1-4. „Ég var bara ánægður með tíu mínútna kafla í upphafi seinni. Ég var ekkert ósáttur við varnarleikinn, mér fannst hann alveg fínn. Það er í raun eina svona jákvæða sem ég get tekið út úr þessu, það var svona hvernig við byrjuðum seinni og ætluðum ekkert að gefast upp eða neitt þannig. Það var ekkert mikið annað sem ég gat verið sáttur við. Seinni hálfleikur var skárri en sá fyrri.“ Næsti leikur er á heimavelli ÍBV á mánudaginn kemur klukkan 19:40. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, ætlar að bjóða upp á allt annan leik þá frá sínu liði. „Við verðum að læra af þessu. Við verðum að skoða sóknarleikinn hjá okkur. Það má ekki taka það af Fram að þetta er heljarinnar varnarlið, gífurlega sterkar og stórar með sæmilegan markmann. Þannig að, auðvitað er þetta erfitt. Mér er samt alveg sama, við erum að gera aragrúa af því sem við ætluðum ekki að gera, skjóta yfir tvöfaldar blokkeringar og svona gloríur.“ „Þá er ekki litlu stelpurnar sem eru að spila undir restina heldur það voru mínir bestu leikmenn. Nú verð ég að leggjast yfir þetta og ég lofa betri leik á mánudaginn. Ég hef fulla trú á stelpunum og núna er þetta einvígi sem þarf að vinna þrjá. Þannig að þetta er ekki búið, bara als ekki, það var svona ræðan mín inn í klefa núna. Það er bara rúta í tvo tíma og svo skipið og svo er bara áfram gakk. Við tökum vel á móti þeim á mánudaginn.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti