Enski boltinn

Chelsea búið að samþykkja nýja eigendur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Chelsea þarf ekki að fara fyrir dómstóla.
Chelsea þarf ekki að fara fyrir dómstóla. Nick Potts/Getty Images

Búið er að ná samkomulagi um nýtt eignarhald á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að félagið var tekið af fyrrum eiganda þess, Rússanum Roman Abramovich í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Eignarhaldsfélag Todd Boehly, Clearlake Capital, Mark Walter og Hansjoerg Wyss hefur náð samkomulagi við Chelsea og var það staðfest í yfirlýsingu á vef félagsins rétt eftir miðnætti.

Enska úrvalsdeildin og breska ríkið þarf að samþykkja yfirtökuna en í yfirlýsingu Chelsea er sagt að vonir standi til að gengið verði frá henni í lok mánaðarins.

Nýir eigendur Chelsea hyggjast leggja 1,75 milljarða punda til uppbyggingar á innviðum félagsins, meðal annars við leikvang félagsins, Stamford Bridge.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×