Tónlist

Hin spænska Chanel í uppáhaldi hjá blaðamönnum í Tórínó

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Tónlistarkonan Chanel er fulltrúi Spánar í Eurovision í ár en henni er spáð fimmta sætinu. 
Tónlistarkonan Chanel er fulltrúi Spánar í Eurovision í ár en henni er spáð fimmta sætinu.  EBU

Í dag æfa í Eurovision höllinni þau fimm lönd sem eru örugg áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Sigurvegarar síðasta árs, Ítalir, taka nokkrar æfingar á sviðinu ásamt keppendunum frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. 

Blaðamenn fylgjast með æfingum dagsins á skjám í blaðamannahöllinni og er nokkuð ljóst að spænska lagið SloMo er gríðarlega vinsælt. Chanel er augljóslega í uppáhaldi hjá fleirum en okkur. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem við tókum rétt í þessu.

Klippa: Blaðamenn í Tórínó elska Chanel

Atriði söngkonunnar fékk gríðarlega sterk viðbrögð í blaðamannahöllinni og blaðamenn og Eurovision bloggarar frá öllum löndum dilluðu sér með í sætunum sínum.

Við ræddum fyrr í dag við William Lee Adams Eurovision sérfræðing og bloggara hjá Wiwi bloggs og atriði Chanel er í persónulegu uppáhaldi hjá honum í ár. 

Chanel ásamt dönsurum á æfingu.EBU

Chanel klæðist glæsilegri samfellu og uppháum stígvélum sem skína skært á sviðinu. Fatnaður hennar er frá spænska tískuhúsinu Palomo Spain og er hannað af sjálfum Alejandro Gómez Palomo. Atriðið hennar er orkumikið, þar sem hæfilegaríkir dansarar ýta undir góða stemningu.

Chanel er glæsileg í fötum frá Palomo Spain.EBU

Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið við lagið SloMo.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. 

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Systurnar sagðar eiga betri líkur á að komast á­fram eftir fyrstu æfingu

Systurnar Sigga, Beta og Elín eru mættar til Tórínó á Ítalíu þar sem keppt verður í Eurovision í næstu viku. Fyrstu myndskeiðin af æfingum systranna hafa verið birt og Eurovisionsérfræðingar telja systurnar eiga enn betri líkur á að fá framgang í keppninni eftir að hækkun var bætt í lagið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×