Körfubolti

Stríðs­mennirnir sölluðu Skógar­birnina niður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Memphis átti engin svör gegn þessum þremur.
Memphis átti engin svör gegn þessum þremur. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

Golden State Warriors er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta eftir stórsigur í nótt, 142-112.

Einvígið hefur verið æsispennandi til þessa en segja má að leikur næturinnar hafi verið leikur kattarins að músinni, það er eftir að fyrsta leikhluta lauk. Að honum loknum leiddu Skógarbirnirnir frá Memphis með tveimur stigum en í næstu þremur leikhlutum voru þeir skotnir í kaf.

Stríðsmennirnir skoruðu 38 stig í öðrum leikhluta, 37 í þeim þriðja og að lokum 41 í þeim fjórða. Stórsigur þeirra staðreynd og Golden State komið 2-1 yfir í einvíginu.

Stephen Curry var stigahæstur með 30 stig, Jordan Poole skoraði 27 og Klay Thompson skoraði 21. Hjá Grizzlies var Ja Morant stigahæstur með 34 stig.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Gríðarleg spenna þegar Milwauke Bucks komst yfir

Giannis Antetokounmpo skoraði 42 stig þegar Milwauke Bucks komst 2-1 yfir í viðureign sinni við Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta karla í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×