Oddvitaáskorunin: Kosningabaráttan búin að stela dýrmætum tíma frá snókeráhorfi Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2022 12:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Valgarður Lyngdal leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Valgarður, sem oftast er kallaður Valli, er sveitamaður uppalinn á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd og ættaður úr Hvalfirði og Árneshreppi á Ströndum. Eiginkona hans, Íris Guðrún Sigurðardóttir, er hins vegar fædd og uppalin Skagakona. Valli er kennari í Grundaskóla á Akranesi og hefur verið bæjarfulltrúi í átta ár, en síðustu fjögur árin hefur hann verið forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Þau hjónin hafa búið á Akranesi í tæp 20 ár og eiga þau þrjú börn, þau Hlín Guðnýju, Jón Hjörvar og Hrafnkel Vála auk þess sem hin virðulega Cavalier tík Týra býr á heimilinu og nýtur þjónustu heimilisfólks. Fyrir tveimur árum bættist svo heldur betur í fjölskylduna þegar þau Hlín Guðný og sambýlismaður hennar, Ágúst Heimisson, eignuðust soninn Jón Tinna og í apríl kom síðan annar strákur í heiminn sem ekki mun fá nafn fyrr en 15. maí, daginn eftir kosningar. Valli hefur alltaf verið félagshyggju- og jafnaðarmaður og haft þá trú að sameinuð séum við alltaf sterkari en sundruð og að samvinna sé árangursríkari en samkeppni. Hann segir jafnaðarhugsjónina vera auðlind, því hún feli það í sér að allir hafi jafnan rétt til að njóta styrkleika sinna um leið og hún vinni gegn sóun á mannauði, orku og hæfileikum. Jafnaðarstefnan stuðli að samheldni, samvinnu, trausti og mannvirðingu en vinni gegn mismunun, skorti og sóun. Undanfarið kjörtímabil hefur Samfylkingin verið í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akraness ásamt Framsókn og frjálsum. Valli segir samstarfið hafa gengið vel, bæði innan meirihlutans og innan bæjarstjórnarinnar allrar. Rekstur Akraneskaupstaðar gengur mjög vel, bærinn hefur verið rekinn með hagnaði um langt árabil um leið og skuldir hafa verið greiddar niður, með þeim árangri að skuldahlutfall Akraneskaupstaðar er með því allra lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga og eiginfjárstaða bæjarins er mjög sterk. „Síðustu ár hafa að auki verið metár í fjárfestingum, enda höfum við verið að byggja upp mannvirki og innviði og erum með enn fleiri og stærri uppbyggingarverkefni í áætlunum okkar,“ segir Valli. „Það mikilvægasta er þó að góð fjárhagsstaða bæjarins skili sér til íbúa í góðri og vandaðri þjónustu og það er verkefni sem er og verður í forgangi hjá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Valgarður Lyngdal Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Akranes með fjallið fagra, flasirnar, sandstrendur, varir og voga. Svo er það auðvitað Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum sem alltaf togar mann til sín með seiðmagni sínu. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það pirrar oft minn innri snyrtipinna þegar það vantar bara pínulítið upp á til að allt verði fullkomið, eins og að skafa upp illgresi meðfram götusteininum, kantskera meðfram stéttum og fleira slíkt. Við stöndum okkur vel, en getum gert betur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég fylgist spenntur með alþjóðlegum snókermótum í sjónvarpinu – á Eurosport. Kosningabaráttan er búin að stela frá mér dýrmætum tíma við að horfa á heimsmeistaramótið sem er í gangi í Crucible Theatre í Sheffield, en þegar þetta er skrifað er leikhlé í úrslitaleiknum milli Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan. Ég set minn pening á „Ronnie the Rocket.“ Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var ungur ökumaður var ég einu sinni stöðvaður á aðeins of mikilli yfirferð, á veginum undir Hafnarfjalli. Ég hafði greinilega ekkert tekið eftir lögreglubílnum fyrir aftan mig vegna þess að loksins þegar ég stoppaði og ók út í kant, kom lögregluþjónn til mín og spurði: „Er eitthvað seinn í þér fattarinn?“ Til að bæta gráu ofan á svart, þá var maðurinn aðeins of mikill töffari til að geta talað sæmilega skýrt þannig að ég hváði í þrígang áður en ég loks heyrði hvað hann var eiginlega að segja. Hefði gjarnan viljað geta sokkið niður úr bílstjórasætinu á því augnabliki. Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt, er mikið fyrir fjölbreytni og að prófa eitthvað nýtt. Pepperoni og sveppir er samt yfirleitt grunnurinn, en svo bæti ég gjarnan við lauk og hvítlauk, mismunandi ostum, ólífum, papriku, chilli og bara hverju sem mér dettur í hug þann daginn. Hvaða lag peppar þig mest? Telephone Call from Istanbul með Tom Waits – sko tónleikaútgáfan á plötunni Big Time. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Nánast allar, alveg að þeirri næstsíðustu. Næ henni aldrei! Göngutúr eða skokk? Ég nýt náttúrunnar svo miklu betur á göngu heldur en á einhverjum tilgangslausum hlaupum. Eina ástæðan sem ég sé fyrir því að fara út að hlaupa er ef ég þarf að flýta mér eitthvert eða til að ná í kindur. Uppáhalds brandari? Brandarinn um munnstóra froskinn og marmelaðikrukkuna er tímalaus snilld! Hann bara krefst ákveðinnar leikrænnar tjáningar í flutningi og því fullkomlega tilgangslaust að skrifa hann hér. Hvað er þitt draumafríi? Við hjónin fórum til grísku eyjarinnar Santorini sumarið 2018 og það var frí sem ég myndi vilja upplifa aftur. Að vera á guðdómlega fallegum stað, í mátulegum hita og mátulegri sól, andvari á daginn og hlýtt á kvöldin og ótal merkilegir og fallegir staðir allt um kring til að heimsækja og skoða. Það besta var samt að vera utan við mesta ferðamannaskarkalann, á litlu fallegu hóteli með notalega fjölskyldurekna veitingastaði allt um kring. Algjört draumafrí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Fyrsta barnabarnið mitt fæddist á árinu 2020 og svo fékk ég að njóta þess að sjá hann vaxa og þroskast á árinu 2021, þannig að frá mínum bæjardyrum séð voru bæði þessi ár alveg frábær og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Uppáhalds tónlistarmaður? Nick Cave, ofangreindur Tom Waits og hljómsveitin The Pixies. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég bara man það ekki, enda gengur mér yfirleitt vel að gleyma skrýtnum og vandræðalegum uppákomum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Hilmir Snær eða Matthew McConaughey. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ég er sko alinn upp í sveit sjáðu til. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég veit það er klisja, en ég verð að segja The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru Nágrannar að hætta? Þetta eru fréttir fyrir mig. Ég er í sjokki! Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Aftur á æskuslóðirnar að Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit og gerast þar hobbýbóndi. Svo myndi ég vinna að því þaðan að sameinast Akranesi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Wannabe með Spice Girls. Ekki dæma mig - þetta er hresst! Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira
Valgarður Lyngdal leiðir lista Samfylkingarinnar á Akranesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Valgarður, sem oftast er kallaður Valli, er sveitamaður uppalinn á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd og ættaður úr Hvalfirði og Árneshreppi á Ströndum. Eiginkona hans, Íris Guðrún Sigurðardóttir, er hins vegar fædd og uppalin Skagakona. Valli er kennari í Grundaskóla á Akranesi og hefur verið bæjarfulltrúi í átta ár, en síðustu fjögur árin hefur hann verið forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Þau hjónin hafa búið á Akranesi í tæp 20 ár og eiga þau þrjú börn, þau Hlín Guðnýju, Jón Hjörvar og Hrafnkel Vála auk þess sem hin virðulega Cavalier tík Týra býr á heimilinu og nýtur þjónustu heimilisfólks. Fyrir tveimur árum bættist svo heldur betur í fjölskylduna þegar þau Hlín Guðný og sambýlismaður hennar, Ágúst Heimisson, eignuðust soninn Jón Tinna og í apríl kom síðan annar strákur í heiminn sem ekki mun fá nafn fyrr en 15. maí, daginn eftir kosningar. Valli hefur alltaf verið félagshyggju- og jafnaðarmaður og haft þá trú að sameinuð séum við alltaf sterkari en sundruð og að samvinna sé árangursríkari en samkeppni. Hann segir jafnaðarhugsjónina vera auðlind, því hún feli það í sér að allir hafi jafnan rétt til að njóta styrkleika sinna um leið og hún vinni gegn sóun á mannauði, orku og hæfileikum. Jafnaðarstefnan stuðli að samheldni, samvinnu, trausti og mannvirðingu en vinni gegn mismunun, skorti og sóun. Undanfarið kjörtímabil hefur Samfylkingin verið í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akraness ásamt Framsókn og frjálsum. Valli segir samstarfið hafa gengið vel, bæði innan meirihlutans og innan bæjarstjórnarinnar allrar. Rekstur Akraneskaupstaðar gengur mjög vel, bærinn hefur verið rekinn með hagnaði um langt árabil um leið og skuldir hafa verið greiddar niður, með þeim árangri að skuldahlutfall Akraneskaupstaðar er með því allra lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga og eiginfjárstaða bæjarins er mjög sterk. „Síðustu ár hafa að auki verið metár í fjárfestingum, enda höfum við verið að byggja upp mannvirki og innviði og erum með enn fleiri og stærri uppbyggingarverkefni í áætlunum okkar,“ segir Valli. „Það mikilvægasta er þó að góð fjárhagsstaða bæjarins skili sér til íbúa í góðri og vandaðri þjónustu og það er verkefni sem er og verður í forgangi hjá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Valgarður Lyngdal Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Akranes með fjallið fagra, flasirnar, sandstrendur, varir og voga. Svo er það auðvitað Norðurfjörður í Árneshreppi á Ströndum sem alltaf togar mann til sín með seiðmagni sínu. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það pirrar oft minn innri snyrtipinna þegar það vantar bara pínulítið upp á til að allt verði fullkomið, eins og að skafa upp illgresi meðfram götusteininum, kantskera meðfram stéttum og fleira slíkt. Við stöndum okkur vel, en getum gert betur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég fylgist spenntur með alþjóðlegum snókermótum í sjónvarpinu – á Eurosport. Kosningabaráttan er búin að stela frá mér dýrmætum tíma við að horfa á heimsmeistaramótið sem er í gangi í Crucible Theatre í Sheffield, en þegar þetta er skrifað er leikhlé í úrslitaleiknum milli Judd Trump og Ronnie O‘Sullivan. Ég set minn pening á „Ronnie the Rocket.“ Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var ungur ökumaður var ég einu sinni stöðvaður á aðeins of mikilli yfirferð, á veginum undir Hafnarfjalli. Ég hafði greinilega ekkert tekið eftir lögreglubílnum fyrir aftan mig vegna þess að loksins þegar ég stoppaði og ók út í kant, kom lögregluþjónn til mín og spurði: „Er eitthvað seinn í þér fattarinn?“ Til að bæta gráu ofan á svart, þá var maðurinn aðeins of mikill töffari til að geta talað sæmilega skýrt þannig að ég hváði í þrígang áður en ég loks heyrði hvað hann var eiginlega að segja. Hefði gjarnan viljað geta sokkið niður úr bílstjórasætinu á því augnabliki. Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt, er mikið fyrir fjölbreytni og að prófa eitthvað nýtt. Pepperoni og sveppir er samt yfirleitt grunnurinn, en svo bæti ég gjarnan við lauk og hvítlauk, mismunandi ostum, ólífum, papriku, chilli og bara hverju sem mér dettur í hug þann daginn. Hvaða lag peppar þig mest? Telephone Call from Istanbul með Tom Waits – sko tónleikaútgáfan á plötunni Big Time. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Nánast allar, alveg að þeirri næstsíðustu. Næ henni aldrei! Göngutúr eða skokk? Ég nýt náttúrunnar svo miklu betur á göngu heldur en á einhverjum tilgangslausum hlaupum. Eina ástæðan sem ég sé fyrir því að fara út að hlaupa er ef ég þarf að flýta mér eitthvert eða til að ná í kindur. Uppáhalds brandari? Brandarinn um munnstóra froskinn og marmelaðikrukkuna er tímalaus snilld! Hann bara krefst ákveðinnar leikrænnar tjáningar í flutningi og því fullkomlega tilgangslaust að skrifa hann hér. Hvað er þitt draumafríi? Við hjónin fórum til grísku eyjarinnar Santorini sumarið 2018 og það var frí sem ég myndi vilja upplifa aftur. Að vera á guðdómlega fallegum stað, í mátulegum hita og mátulegri sól, andvari á daginn og hlýtt á kvöldin og ótal merkilegir og fallegir staðir allt um kring til að heimsækja og skoða. Það besta var samt að vera utan við mesta ferðamannaskarkalann, á litlu fallegu hóteli með notalega fjölskyldurekna veitingastaði allt um kring. Algjört draumafrí. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Fyrsta barnabarnið mitt fæddist á árinu 2020 og svo fékk ég að njóta þess að sjá hann vaxa og þroskast á árinu 2021, þannig að frá mínum bæjardyrum séð voru bæði þessi ár alveg frábær og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Uppáhalds tónlistarmaður? Nick Cave, ofangreindur Tom Waits og hljómsveitin The Pixies. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég bara man það ekki, enda gengur mér yfirleitt vel að gleyma skrýtnum og vandræðalegum uppákomum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Hilmir Snær eða Matthew McConaughey. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ég er sko alinn upp í sveit sjáðu til. Áhrifamesta kvikmyndin? Ég veit það er klisja, en ég verð að segja The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru Nágrannar að hætta? Þetta eru fréttir fyrir mig. Ég er í sjokki! Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Aftur á æskuslóðirnar að Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit og gerast þar hobbýbóndi. Svo myndi ég vinna að því þaðan að sameinast Akranesi. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Wannabe með Spice Girls. Ekki dæma mig - þetta er hresst!
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Sjá meira