Oddvitaáskorunin: Kaupir ekki plöntur heldur ræktar þær frá fræi Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2022 21:01 Logi Einars, Bergljót og Hákon. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bergljót Kristinsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Bergljót Kristinsdóttir og skipa 1 sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi kosningum. Ég flutti mánaðargömul í Kópavoginn og hef verið hér að mestu síðan. Ég gekk í Kópavogsskóla og Víghól og svo aftur í Kópavogsskóla þar sem Menntaskólinn í Kópavogi var staðsettur til ársins 1983. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þaðan sem ég útskrifaðist sem Landfræðingur. Síðar tók ég viðbótarnám í fjármálum og rekstri fyrirtækja við sama skóla. Í dag er ég stoltur nemandi Garðyrkjuskólans að Reykjum í Hveragerði og er að fara að kynna lokaverkefnið mitt að loknum kosningum. Þangað fór ég til að læra að rækta skógarplöntur frá fræi og nú er allt fullt af bakkaplöntum í garðinum mínum sem bíða þess að kosningar klárist. Ég hef lengst af unnið í tæknigeiranum, var yfirmaður upplýsingatækni hjá fyrirtækjasamsteypunni Veritas Capital í 9 ár og hef sérhæft mig í bókhaldsforritum. Í dag rek ég lítið tæknifyrirtæki. Ég er gift Andrési I. Guðmundssyni jarðfræðingi og við eigum tvö uppkomin börn, Benedikt Reyni og Andreu Björk. Í frítímanum þegar ég er ekki að stússa í plöntum eða úti með hundinn iðka ég golf og hef gert í 35 ár. Ég er að klára mitt fyrsta kjörtímabil sem bæjarfulltrúi ásamt því að sitja í skipulagsráði og svæðisskipulagsnefnd. Ég brenn fyrir betri byggð, húsnæði fyrir fólk í öllum tekjuhópum og betra samtali við bæjarbúa. Það þarf að þjálfa þetta samtal það kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að finna betri leið til að ná til íbúa. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Á eftir uppsveitum Kópavogs kemur Barðsnes við ysta haf. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Að erindum er svarað seint og illa. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að þurfa nauðsynlega að rækta skógarplöntur frá fræi þegar hægt er að kaupa þær. Og fara í Garðyrkjuskólann til að læra það. Rannveig, Ásgeir, Helga Vala og Bergljót. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Á síðasta ári þegar bíllinn minn hvarf frá fyrirtækinu mínu sem hafði verið brotist inn í tvisvar helgina á undan. Jóhann rannsóknarlögga fann bæði megnið af góssinu sem stolið var og bílinn á innan við sólarhring. Þjófurinn hafði fundið lykil af bílnum sem við týndum hálfu ári áður á sömu slóðum. Jóhann er á „speed dial“ hjá mér í dag. Hvað færðu þér á pizzu? Ég fæ mér næstum aldrei pizzu en ef það gerist verður að vera pepperoní, jalapeno, svartar ólífur og rjómaostur á henni. Hvaða lag peppar þig mest? Bat out of hell með Meat Loaf klikkar ekki eftir öll þessi ár. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hmm.. ég get staðið á haus. Göngutúr eða skokk? Göngutúr með hundinn eða golfbolta. Uppáhalds brandari? Ég heyrði þennan í vikunni – Hvað sagði annar pallurinn við hinn pallinn? - „af hverju erum við ekki svalir“ hann er bestur í dag því hann er sá eini sem ég man. Hvað er þitt draumafríi? Golfferð með góðum vinum hvar sem er. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þetta kex var vont báðu megin. Uppáhalds tónlistarmaður? Leonard Cohen. Sá hann áttræðan á tónleikum. Hann var eins og unglamb. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að ganga á glóandi kolum 10 m leið og geta það án þess að brenna. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Jamie Lee Curtis. Hefur þú verið í verbúð? Nei en næstum því. Bjó sumarið 1976 á Suðureyri og vann m.a. í fiski og kom oft í verbúðina. Áhrifamesta kvikmyndin? Sú sem ég hef séð oftast er „The fifth element“. Langar alltaf að sjá hana aftur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef lítið kynnst þeim. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Á Kirkjubæjarklaustur ef þeir finndu heitt vatn. Annars Hveragerði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Til eru fræ með Hauki Morthens. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Bergljót Kristinsdóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Bergljót Kristinsdóttir og skipa 1 sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi kosningum. Ég flutti mánaðargömul í Kópavoginn og hef verið hér að mestu síðan. Ég gekk í Kópavogsskóla og Víghól og svo aftur í Kópavogsskóla þar sem Menntaskólinn í Kópavogi var staðsettur til ársins 1983. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands þaðan sem ég útskrifaðist sem Landfræðingur. Síðar tók ég viðbótarnám í fjármálum og rekstri fyrirtækja við sama skóla. Í dag er ég stoltur nemandi Garðyrkjuskólans að Reykjum í Hveragerði og er að fara að kynna lokaverkefnið mitt að loknum kosningum. Þangað fór ég til að læra að rækta skógarplöntur frá fræi og nú er allt fullt af bakkaplöntum í garðinum mínum sem bíða þess að kosningar klárist. Ég hef lengst af unnið í tæknigeiranum, var yfirmaður upplýsingatækni hjá fyrirtækjasamsteypunni Veritas Capital í 9 ár og hef sérhæft mig í bókhaldsforritum. Í dag rek ég lítið tæknifyrirtæki. Ég er gift Andrési I. Guðmundssyni jarðfræðingi og við eigum tvö uppkomin börn, Benedikt Reyni og Andreu Björk. Í frítímanum þegar ég er ekki að stússa í plöntum eða úti með hundinn iðka ég golf og hef gert í 35 ár. Ég er að klára mitt fyrsta kjörtímabil sem bæjarfulltrúi ásamt því að sitja í skipulagsráði og svæðisskipulagsnefnd. Ég brenn fyrir betri byggð, húsnæði fyrir fólk í öllum tekjuhópum og betra samtali við bæjarbúa. Það þarf að þjálfa þetta samtal það kemur ekki að sjálfu sér og við þurfum að finna betri leið til að ná til íbúa. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Á eftir uppsveitum Kópavogs kemur Barðsnes við ysta haf. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Að erindum er svarað seint og illa. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að þurfa nauðsynlega að rækta skógarplöntur frá fræi þegar hægt er að kaupa þær. Og fara í Garðyrkjuskólann til að læra það. Rannveig, Ásgeir, Helga Vala og Bergljót. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Á síðasta ári þegar bíllinn minn hvarf frá fyrirtækinu mínu sem hafði verið brotist inn í tvisvar helgina á undan. Jóhann rannsóknarlögga fann bæði megnið af góssinu sem stolið var og bílinn á innan við sólarhring. Þjófurinn hafði fundið lykil af bílnum sem við týndum hálfu ári áður á sömu slóðum. Jóhann er á „speed dial“ hjá mér í dag. Hvað færðu þér á pizzu? Ég fæ mér næstum aldrei pizzu en ef það gerist verður að vera pepperoní, jalapeno, svartar ólífur og rjómaostur á henni. Hvaða lag peppar þig mest? Bat out of hell með Meat Loaf klikkar ekki eftir öll þessi ár. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Hmm.. ég get staðið á haus. Göngutúr eða skokk? Göngutúr með hundinn eða golfbolta. Uppáhalds brandari? Ég heyrði þennan í vikunni – Hvað sagði annar pallurinn við hinn pallinn? - „af hverju erum við ekki svalir“ hann er bestur í dag því hann er sá eini sem ég man. Hvað er þitt draumafríi? Golfferð með góðum vinum hvar sem er. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þetta kex var vont báðu megin. Uppáhalds tónlistarmaður? Leonard Cohen. Sá hann áttræðan á tónleikum. Hann var eins og unglamb. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Að ganga á glóandi kolum 10 m leið og geta það án þess að brenna. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Jamie Lee Curtis. Hefur þú verið í verbúð? Nei en næstum því. Bjó sumarið 1976 á Suðureyri og vann m.a. í fiski og kom oft í verbúðina. Áhrifamesta kvikmyndin? Sú sem ég hef séð oftast er „The fifth element“. Langar alltaf að sjá hana aftur. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef lítið kynnst þeim. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Á Kirkjubæjarklaustur ef þeir finndu heitt vatn. Annars Hveragerði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Til eru fræ með Hauki Morthens.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Samfylkingin Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira