Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir tekur eitt af sínum gríðar löngu innköstum. vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30