Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Már á leik Boston Celtics og Milwaukee Bucks.
Andri Már á leik Boston Celtics og Milwaukee Bucks. Twitter@nablinn

Í þætti kvöldsins af Lögmáli leiksins er Andri Már „Nablinn“ Eggertsson með magnað innslag eftir vikuferð sína til Boston. 

Kíkti hann meðal annars á leik í einvígi Boston Celtics og Milwaukee Bucks ásamt því að kíkja á íshokkí leik hjá Bruins og hafnaboltaleik hjá Red Sox.

„Þeir sópuðu út Brooklyn Nets, núna er það Milwaukee Bucks. Ég var hérna 2018, þá varð Giannis fyrir barðinu á mér þegar hann var búinn að vinna átta leiki í röð,“ sagði Andri Már og hélt því fram að sagan myndi endurtaka sig, sem hún og gerði.

„Það er alltaf gott milli leikja hjá Celtics að kíkja aðeins á Fenway Park. Drepa tímann og kíkja á stemmarann,“ sagði Andri Már er hann kíkti á leik hjá Boston Red Sox.

Þetta kostulega innslag má sjá hér að neðan en Andri Már endaði innslagið við hlið styttunnar af Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics.

Klippa: Lögmál leiksins: Andri Már í Boston

Þáttur kvöldsins af Lögmál Leiksins hefst klukkan 21.05 á Stöð 2 Sport 2.


Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×