Erlent

Stærsti hvíti demanturinn til að fara á uppboð

Bjarki Sigurðsson skrifar
„Steininn“ er hér til hægri en hann er stærsti hvíti demantur sögunnar til að fara á uppboð.
„Steininn“ er hér til hægri en hann er stærsti hvíti demantur sögunnar til að fara á uppboð. EPA/Salvatore Di Nolfi

Einn stærsti skorni demantur heims fer á uppboð í svissnesku borginni Genf á næstu dögum og mun í kjölfarið verða stærsti hvíti demantur sögunnar sem seldur er á uppboði.

Demanturinn er kallaður „Steinninn“ og vegur 228 karöt. Talið er að hann muni seljast fyrir allt að 30 milljónir dollara eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. Breska uppboðshúsið Christie's stendur fyrir uppboðinu.

Steininn fannst í námu í Suður-Afríku og eigandi hans hefur notað hann á hálsmeni sínu.

„Hann er fullkomlega samhverfur, í laginu eins og pera. Þetta er einn sjaldgæfasti demantur til að fara nokkurn tímann á uppboð,“ segir Max Fawcett, yfirmaður skartgripadeildar Christie‘s, í samtali við fréttaveituna Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×