EBU slær aftur á hendur íslenska hópsins Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 23:33 Íslenska atriðið hefur gert gott mót í Tórinó. Íslenski Eurovision-hópurinn fékk tilmæli frá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir dómararennslið í dag þar sem athugasemd var gerð við að flytjendurnir hafi lýst yfir stuðningi við Úkraínu í lok flutningsins. Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Mistök sem gerð voru við hljóðblöndun atriðisins út í sal gerðu það að verkum að óvenjulítið heyrðist í söngkonunum Siggu, Betu og Elínu í PalaOlimpico-höllinni. EBU hefur þó staðfest að útsending til dómnefnda hafi verið með eðlilegu hljóði. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá mistökunum. Dómararennslið skiptir mjög miklu máli fyrir íslenska atriðið en stig dómnefnda gilda til helmings á móti atkvæðum áhorfenda í undanúrslitakvöldinu á morgun þar sem í ljós kemur hvort Systur komist áfram á úrslitakvöldið á laugardag. Sögðust standa með Úkraínu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem EBU gerir athugasemd við atriðið en í lok annarrar æfingar systranna á Eurovision-sviðinu á mánudag kölluðu Sigga, Beta og Elín „Slava Ukraini“ eða „Dýrð sé Úkraínu“ til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Stjórnendum keppninnar þótti setningin vera of pólitísk fyrir Eurovision og var því mælst til þess að orðin yrðu ekki látin falla í útsendingu keppninnar. „Við skildum það þannig að við mættum samt sem áður lýsa yfir stuðningi við Úkraínu, eins og þær gerðu í kvöld. Eftir æfinguna fengum við tilmæli frá EBU um að gera það ekki,“ segir Rúnar Freyr. Í þetta skiptið sögðu systurnar „We love you and stand with you Ukraine” eða „Við elskum ykkur og stöndum með þér Úkraína“ um leið og þær luku flutningi sínum. Eurovision hefur birt syrpu með brotum úr dómararennslum kvöldsins. Íslenska atriðið sést þegar 38 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Fá sérstaka æfingu á morgun „Það klikkaði hljóðblöndunin í salnum, það heyrðist mjög lítið í aðalröddinni í laginu og í laglínunni en það var líka eitthvað í inear-búnaðinum sem gerði það að verkum að stelpurnar heyrðu ekki í hver annarri. Þetta var náttúrulega bagalegt en við fengum svo staðfestingu á því að hljóðið sem fór út í útsendingunni til allra dómnefndanna í Evrópu var alveg tiptop,“ segir Rúnar Freyr. Íslenski hópurinn hafi bæði fengið þetta staðfest frá fulltrúum EBU og öðrum sem hafi hlustað á útsendinguna. Rúnar Freyr bætir við að tæknifólk hafi viðurkennt mistökin og EBU því boðið flytjendunum að mæta á sérstaka inear-æfingu á morgun þar sem gengið verði úr skugga um að búnaðurinn sem systurnar nota til að heyra í hvor annarri á sviðinu virki sem skyldi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira