Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 13:47 Casey White á mynd lögreglu í Indiana eftir að hann var handtekinn í gær. AP/lögreglustjórinn í Vanderburgh-sýslu Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira