Sérstök tilfinning að sjá Úkraínu á sviðinu: „Þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. maí 2022 13:02 Kalush Orchestra frá Úkraínu flytja lagið Stefania í kvöld. AP/Luca Bruno Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision í Torino í kvöld og segir farastjóri íslenska hópsins stemninguna góða. Veðbankar gefa til kynna að Ísland sé að berjast um sæti í úrslitunum en Úkraína, sem er spáð sigri í keppninni, stígur einnig á svið í kvöld. Gera má ráð fyrir tilfinningaþrungnu andrúmslofti í kvöld þegar þeir flytja sitt lag. Sautján lönd keppa í riðlinum í kvöld um tíu sæti í úrslitunum á laugardag en það eru Systur sem flytja lagið Með hækkandi sól fyrir hönd Íslands. Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, segir stemninguna góða í hópnum fyrir kvöldið en dómararennsli fór fram í gær. „Við erum bara til í þetta, við lentum í smá tæknitrauma í gær en þetta lítur allt betur út núna,“ segir Felix en mistök voru gerð við hljóðblöndun út í sal auk þess sem systurnar heyrðu lítið í sjálfum sér. „Ég sá þetta sjálfur á skjá og heyrði hljóðið eins og það fór til dómnefnda og þetta var mjög gott hjá þeim, flutningurinn var frábær. Það er bara svo óþægilegt þegar að þú heyrir ekki í sjálfum þér, þá ertu ekki alveg viss, en flutningurinn var frábær,“ segir hann enn fremur. Felix segir að systurnar hafi skiljanlega verið stressaðar vegna þessa en það hafi ekki komið niður á flutningnum. Ísland er í baráttusæti samkvæmt helstu veðbönkum en hvort Ísland verði í tíunda umslaginu er ómögulegt að segja. „Flutningurinn í kvöld er stóra málið og þá sjáum við bara hvað kemur upp úr kjörkössum, og hvort þeir setja okkur sem tíunda umslag eða hvort við verðum þarna yfirleitt, það verður bara að koma í ljós,“ segir Felix og hlær. „Þannig ég hvet bara fólk til að fylgjast með og gera gott partí úr þessu.“ Gæsahúð og tár yfir úkraínska flutningnum Úkraínumennirnir í Kalush Orchestra stíga sömuleiðis á svið í kvöld en lagi þeirra, Stefania, er spáð sigri á laugardag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í tvo og hálfan mánuð og óneitanlega sett svip á keppnina í ár. „Það er mjög sérstök stemning í kringum það allt saman, það er búið að fréttast að þeir þurfa að fara aftur í stríðið um leið og þeir fara aftur heim. Þannig þeir fara ekkert að túra Evrópu eða svoleiðis, þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt í Eurovision,“ segir Felix. Hann segir sambandið milli úkraínska og íslenska hópsins mjög gott þar sem Úkraína finnur fyrir miklum stuðning. Það sé þó ekki aðeins samúðin sem spilar inni í það að þeim er spáð sigri en Felix segir atriði og lag Úkraínu mjög gott. „Það er mjög tilfinningaríkt að sjá þá á sviðinu, mjög sérstök tilfinning, maður fær gæsahúð upp úr og niður úr og tárin í augun svolítið. Þannig þeir voru bara frábærir í gærkvöldi,“ segir Felix. Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51 Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30 Júrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28 Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. 9. maí 2022 11:06 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Sautján lönd keppa í riðlinum í kvöld um tíu sæti í úrslitunum á laugardag en það eru Systur sem flytja lagið Með hækkandi sól fyrir hönd Íslands. Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, segir stemninguna góða í hópnum fyrir kvöldið en dómararennsli fór fram í gær. „Við erum bara til í þetta, við lentum í smá tæknitrauma í gær en þetta lítur allt betur út núna,“ segir Felix en mistök voru gerð við hljóðblöndun út í sal auk þess sem systurnar heyrðu lítið í sjálfum sér. „Ég sá þetta sjálfur á skjá og heyrði hljóðið eins og það fór til dómnefnda og þetta var mjög gott hjá þeim, flutningurinn var frábær. Það er bara svo óþægilegt þegar að þú heyrir ekki í sjálfum þér, þá ertu ekki alveg viss, en flutningurinn var frábær,“ segir hann enn fremur. Felix segir að systurnar hafi skiljanlega verið stressaðar vegna þessa en það hafi ekki komið niður á flutningnum. Ísland er í baráttusæti samkvæmt helstu veðbönkum en hvort Ísland verði í tíunda umslaginu er ómögulegt að segja. „Flutningurinn í kvöld er stóra málið og þá sjáum við bara hvað kemur upp úr kjörkössum, og hvort þeir setja okkur sem tíunda umslag eða hvort við verðum þarna yfirleitt, það verður bara að koma í ljós,“ segir Felix og hlær. „Þannig ég hvet bara fólk til að fylgjast með og gera gott partí úr þessu.“ Gæsahúð og tár yfir úkraínska flutningnum Úkraínumennirnir í Kalush Orchestra stíga sömuleiðis á svið í kvöld en lagi þeirra, Stefania, er spáð sigri á laugardag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í tvo og hálfan mánuð og óneitanlega sett svip á keppnina í ár. „Það er mjög sérstök stemning í kringum það allt saman, það er búið að fréttast að þeir þurfa að fara aftur í stríðið um leið og þeir fara aftur heim. Þannig þeir fara ekkert að túra Evrópu eða svoleiðis, þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt í Eurovision,“ segir Felix. Hann segir sambandið milli úkraínska og íslenska hópsins mjög gott þar sem Úkraína finnur fyrir miklum stuðning. Það sé þó ekki aðeins samúðin sem spilar inni í það að þeim er spáð sigri en Felix segir atriði og lag Úkraínu mjög gott. „Það er mjög tilfinningaríkt að sjá þá á sviðinu, mjög sérstök tilfinning, maður fær gæsahúð upp úr og niður úr og tárin í augun svolítið. Þannig þeir voru bara frábærir í gærkvöldi,“ segir Felix.
Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51 Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30 Júrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28 Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. 9. maí 2022 11:06 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51
Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30
Júrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28
Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46
Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. 9. maí 2022 11:06