Guðni er nú staddur í Þórshöfn, höfuðborg Færeyja, þar sem hann afhenti orðurnar.
Árið 1970 rakst vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, á fjallið Knúk á eyjunni Mykines í Færeyjum í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Alls voru 34 um borð í vélinni en átta manns létu lífið, einn Íslendingur og sjö Færeyingar.

Vélin var á leið til Færeyja frá Kaupmannahöfn með millilendingu í Björgvin í Noregi.
Vélin brotlenti í um 450 metra hæð og vann björgunarlið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Þrettán þeirra sem komu að björguninni eru enn á lífi og færði forsetinn þeim þakkir frá íslensku þjóðinni.